skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]
Tökum þátt í kvennaverkfallinu!

Tökum þátt í kvennaverkfallinu!

  • 23. október, 2023

Ágætu félagar Eftir því sem við best vitum munu stóru bankarnir þrír ekki draga af launum þeirra sem kjósa að taka þátt í kvennaverkfallinu 24. október og við erum þakklát fyrir þann skilning sem bankarnir sýna þessu verkefni og þessum málstað. Jafnframt hvetjum við önnur fyrirtæki á fjármálamarkaði að fylgja bönkunum þremur í þessu sambandi. SSF hvetur allar konur og kvár til þess að taka sem mestan þátt í þessum…

Lesa meira
TAKTU ÞÁTT Í KVENNAVERKFALLI ÞRIÐJUDAGINN 24. OKTÓBER 2023!

TAKTU ÞÁTT Í KVENNAVERKFALLI ÞRIÐJUDAGINN 24. OKTÓBER 2023!

  • 13. október, 2023

SSF er meðal þeirra mörgu samtaka kvenna, hinsegin fólks og launafólks sem standa að kvennaverkfalli þriðjudaginn 24. október 2023.  SSF skorar á félagsfólk að leggja sitt af mörkum í baráttunni fyrir jafnrétti á þessum degi. SSF skorar einnig á fyrirtæki að sýna samstöðu í verki svo konur og kvár geti lagt niður störf þennan dag, án skerðingar á launum. Þriðjudaginn 24 .október eru konur og kynsegin fólk hvött til að…

Lesa meira
BANKARNIR ERU VEL AFLÖGUFÆRIR

BANKARNIR ERU VEL AFLÖGUFÆRIR

  • 10. október, 2023

Við útgáfu síðustu skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika viðraði seðlabankastjóri þá skoðun sína að staða bankanna væri það góð að þeir gætu vel veitt viðskiptavinum sínum stuðning þegar þeir þurfa að skipta úr ódýrum fastvaxtalánum yfir í aðrar lausnir. Hagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja var rúmir 40 ma.kr. á fyrri árshelmingi ársins 2023 og hafði aukist um 23% frá sama tímabili síðasta árs þegar hagnaðurinn var tæpir 33 ma.kr. Þess ber reyndar…

Lesa meira
LAUNAKÖNNUN Í NÓVEMBER!

LAUNAKÖNNUN Í NÓVEMBER!

  • 15. september, 2023

Launakönnun SSF er með allra bestu könnunum sem gerðar eru á vinnumarkaði.  Í síðustu könnun frá 2021 var svarhlutfallið 79,4% . Það gerist vart betra og niðurstöður verða varla traustari. Starfsfólk fjármálafyrirtækja fær oft framan í sig þá fullyrðingu frá stjórnendum að ekkert sé að marka niðurstöður könnunar SSF. Það er varla hægt að komast fjær sannleikanum. Könnunin er algerlega unnin af Gallup og kemur SSF hvergi nærri framkvæmd hennar…

Lesa meira
LAUNAVIÐTALIÐ – ER EKKI RÉTT AÐ FÁ ÞAÐ STRAX?

LAUNAVIÐTALIÐ – ER EKKI RÉTT AÐ FÁ ÞAÐ STRAX?

  • 8. september, 2023

Er það núna sem ég þarf að biðja um hærri laun? Eða er kannski betra að bíða? Það getur verið erfitt að finna réttan tíma fyrir spjall um laun við yfirmanninn. En í rauninni er mjög góður tími núna. Það eru augljóslega peningar þarna úti í augnablikinu sem félagsmenn gætu allt að einu reynt að ná í. Benda má á að fjölmargar fjármálastofnanir hafa nýlega birt mjög góðar afkomutölur og…

Lesa meira
Fulltrúar SSF á fundum alþjóðlegra samtaka

Fulltrúar SSF á fundum alþjóðlegra samtaka

  • 5. september, 2023

Fulltrúar stéttarfélaga úr Fjármála- og tryggingageiranum víðsvegar að úr heiminum hittust í Fíladelfíu í Bandaríkjunum 23. og 24. ágúst. Í kjölfarið voru síðan haldin kvennaráðstefna og þing UNI Gobal, sem eru alheimssamtök stéttarfélaga í þjónustu. Fjármálaiðnaðurinn hefur tekið miklum breytingum síðan samtökin komu saman síðast árið 2019, þar á meðal má nefna frekari endurskipulagningu í greininni, stóraukna fjarvinnu og umbreytingu í gegnum stafræna þróun. Til að bregðast við öllu þessu…

Lesa meira
AÐEINS 1,8% STARFSMANNA       FJÁRMÁLAFYRIRTÆKJA ELDRI EN 65 ÁRA!

AÐEINS 1,8% STARFSMANNA FJÁRMÁLAFYRIRTÆKJA ELDRI EN 65 ÁRA!

  • 23. ágúst, 2023

Í framhaldi af frétt okkar fyrir helgi um áherslu Nordea að ráða eldra fólk er athyglisvert að skoða hvernig staðan er meðal félagsmanna SSF. Einungis 1,8% félagsmanna SSF eru eldri en 65 ára, sem sýnir að stefna fjármálafyrirtækjanna um að losa sig við eldra fólk er framkvæmd til hins ítrasta, sem er mögulega brot á lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði. Einungis 25 karlar meðal félagsmanna SSF eru eldri en…

Lesa meira
NORDEA LEGGUR ÁHERSLU Á AÐ RÁÐA ELDRA FÓLK

NORDEA LEGGUR ÁHERSLU Á AÐ RÁÐA ELDRA FÓLK

  • 18. ágúst, 2023

Fyrir rúmum tveimur árum síðan, á tímum heimsfaraldursins, breytti norræni stórbankinn Nordea stefnu sinni varðandi ráðningar með tilliti til fjölbreytileika. Þetta hefur falið í sér að á árinu 2022 voru 22% starfsmanna sem ráðnir voru til starfa hjá Nordea það ár 40 ára og eldra – þ.e. "í reynsluhluta aldursskalans", samkvæmt umfjöllun dönsku viðskiptasíðunnar Finans.dk. Þar er haft eftir Christinu Gadeberg, starfsmannastjóra Nordea, að árið áður hafi hlutfallið verið mun…

Lesa meira
FORMAÐUR STARFSMANNAFÉLAGS ÍSLANDSBANKA TJÁIR SIG

FORMAÐUR STARFSMANNAFÉLAGS ÍSLANDSBANKA TJÁIR SIG

  • 2. ágúst, 2023

Íslandsbanki hefur verið mikið í umræðunni á undanförnum vikum. Á aukahluthafafundi bankans þann 28. júlí sl. kvaddi Oddur Sigurðsson formaður Starfsmannafélags Íslandsbanka og fyrsti varaformaður SSF sér hljóðs og benti á hvernig neikvæð umræða um bankann hefði bitnað á öllu starfsfólki hans sem fæst hefði nokkuð haft með sölu bankans að gera. Oddur bendi á að einungis örfáir starfsmenn bankans hefðu komið að sölunni, sem hefur verið gagnrýnd mikið, og…

Lesa meira
SKRIFSTOFA SSF LOKUÐ VEGNA SUMARLEYFA

SKRIFSTOFA SSF LOKUÐ VEGNA SUMARLEYFA

  • 14. júlí, 2023

Skrifstofa SSF er lokuð til og með 4. ágúst vegna sumarleyfa starfsmanna SSF. Félagsmenn geta sent erindi með tölvupósti á netfangið [email protected] og við munum leitast við að svara brýnum erindum svo fljótt sem kostur er.   Áfram er opið fyrir umsóknir um styrki úr sjóðum SSF á “mínum síðum”. Farið verður yfir umsóknir og þær afgreiddar að loknu sumarleyfi starfsmanna. Hafið það sem allra best hvort sem er í sumarleyfi…

Lesa meira
Search