skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]
TRÚNAÐARMENN Á NÁMSKEIÐI

TRÚNAÐARMENN Á NÁMSKEIÐI

  • 20. mars, 2024

Dagana 13. og 14. mars var haldið trúnaðarmannanámskeið I-II á Hótel Hamri.  Þarna var saman kominn 29 manna hópur nýkosinna trúnaðarmanna og trúnaðarmenn sem áttu eftir að sitja þetta námskeið.   Fyrri daginn er jafnan farið í Vinnumarkaðinn, lög og samninga og SSF, sem og farið yfir hlutverk trúnaðarmannsins.  Friðbert Traustason fyrrum formaður SSF og framkvæmdastjóri fór yfir efnið af sinni alkunnu snilld og var hópurinn ánægður og mikils vísari eftir daginn. …

Lesa meira
Ari í viðtali í Mogga um stöðu samningamála

Ari í viðtali í Mogga um stöðu samningamála

  • 16. mars, 2024

Morgunblaðið var með umfjöllun um samningamálin laugardaginn 16. mars. Einn af þeim sem rætt var við var Ari Skúlason formaður SSF og fer umfjöllunin hér á eftir: Ari Skúlason, formaður SSF, segir félagið hafa fylgst með á hliðarlínunni að undanförnu og eru fulltrúar félagsins núna að skoða þá samninga sem gerðir hafa verið. „Það skiptir miklu fyrir okkur í þessu sambandi að tími hreinna krónutöluhækkana er liðinn í bili og…

Lesa meira
Séreignasparnaður starfsmanna fjármálafyrirtækja datt ekki af himnum ofan

Séreignasparnaður starfsmanna fjármálafyrirtækja datt ekki af himnum ofan

  • 12. mars, 2024

Það gleymist oft í umræðunni að flest réttindi á vinnumarkaði hafa kostað mikla baráttu í gegnum árin og sum þeirra eru endurgjald fyrir réttindi sem hafa horfið. Þannig er það með séreignasparnaðinn í kjarasamningum SSF sem er töluvert meiri en gildir almennt í kjarasamningum. Þegar einka- og hlutafélagavæðing bankanna hófst á tíunda áratug síðustu aldar vildu stjórnendur þeirra og ríkissjóður losna við ýmsar ábyrgðir og skuldbindingar vegna lífeyrisréttinda starfsfólks. Þar…

Lesa meira
SGS (Starfsgreinasambandið) og Samiðn undirrita kjarasamning

SGS (Starfsgreinasambandið) og Samiðn undirrita kjarasamning

  • 8. mars, 2024

SSF kom ekki að neinu leyti að þeim samningum sem voru undirritaðir þann 7. mars og á enga aðild að þeim. SSF mun áfram starfa með iðnaðarmönnum og hópum háskólamanna (BHM, KÍ) á vinnumarkaði við undirbúning kjarasamninga. SSF gengur að sjálfsögðu út frá því að nýr samningur samtakanna gildi frá 1. febrúar eins og þeir samningar sem búið er að gera.

Lesa meira
Kennarasamband_8mars_2024-FB-event (002)

  • 5. mars, 2024

SSF er aðili ásamt öðrum að hádegisfundi sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica, kl. 11.30-13.00 föstudaginn 8. mars í tilefni Alþjóðlegs baráttudags kvenna. Ýmsir fyrirlesarar stíga á stokk á fundinum, eins og t.d. Guðný Björk Eydal, prófessor í félagsráðgjöf, Maya Staub, sérfræðingur hjá Vörðu rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins og Halldóra Guðmundsdóttir, varaformaður Félags stjórnenda leikskóla.  Áhugaverður fundur!  Allt um efni fyrirlestrana má lesa undir neðangreindum link. 8mars

Lesa meira
ENDURMENNTUN – MÍNAR SÍÐUR – TRÚNAÐARMENN

ENDURMENNTUN – MÍNAR SÍÐUR – TRÚNAÐARMENN

  • 27. febrúar, 2024

Endurmenntun til að viðhalda verðbréfaréttindum  Af og til fær SSF fyrirspurnir um hvar finna má endurmenntunarnámskeið fyrir félagmenn sem lokið hafa námi í Verðbréfaréttindum. Akademias hafði samband við okkur á dögunum til að benda okkur á nám sem metið er til endurmenntunar þessa hóps hjá prófnefnd verðbréfaréttinda. Allar upplýsingar um námið má lesa hér:   Námskeið | Leiðtogi í fjármögnun og fjárfestingum (akademias.is) MÍNAR SÍÐUR – ertu með skráð símanúmer og/eða…

Lesa meira
Mikið (og óþarft) launaskrið á fjármálamarkaði

Mikið (og óþarft) launaskrið á fjármálamarkaði

  • 23. febrúar, 2024

Nýjar tölur Hagstofu Íslands um launaþróun sýna að laun á fjármálamarkaði hækkuðu um 9,3% frá nóvember 2022 fram til sama tíma 2023. Eins og menn muna gerði SSF kjarasamning við SA í janúar í fyrra um 6,75% launahækkun með 66 þúsund kr. þaki. Mat okkar sem unnum við samningsgerðina var að um 40% félagsmanna SSF myndu lenda í skerðingu vegna þaksins og því var áætlað kostnaðarmat vegna samningsins um 6%.…

Lesa meira
Framleiðni vinnuafls og kjarasamningar – fjármálageirinn er einstakur

Framleiðni vinnuafls og kjarasamningar – fjármálageirinn er einstakur

  • 20. febrúar, 2024

Þegar rætt er um að gera kjarasamninga til margra ára er oft litið til ýmissa stærða til þess að miða við á tímabilinu og mögulega er reynt að búa til sjálfvirkar tengingar. Enginn vill lokast inni í löngum kjarasamningi ef aðstæður breytast skyndilega. Í fréttum af samningaviðræðum síðustu vikna hefur hugtakið framleiðni vinnuafls oft komið upp. Framleiðni er flókið hagfræði- eða þjóðhagsreikningahugtak. Í sinni einföldustu mynd er framleiðni þau verðmæti…

Lesa meira
Samstaða meðal stéttarfélaga háskólamenntaðra

Samstaða meðal stéttarfélaga háskólamenntaðra

  • 15. febrúar, 2024

Í dag var birt sameiginleg yfirlýsing frá 22 stéttarfélögum þar sem háskólamenntað starfsfólk er í meirilhluta. SSF á vel heima í þessum hópi þar sem vel yfir 70% félagsmanna er með háskólamenntun. Yfirlýsingin er áminning um hvernig ítrekaðar krónutöluhækkanir í síðustu kjarasamningum hafa leikið þennan hóp og er úrbóta krafist. Yfirlýsingin er eftirfarandi: Neðangreind stéttarfélög krefjast leiðréttingar á launum háskólamenntaðra og að þeim verði tryggð kaupmáttaraukning ráðstöfunartekna í komandi kjaraviðræðum.…

Lesa meira
Kostnaðarhlutfall banka á Íslandi með því lægsta í Evrópu

Kostnaðarhlutfall banka á Íslandi með því lægsta í Evrópu

  • 13. febrúar, 2024

Af 40 löndum í Evrópu var kostnaðarhlutfall Íslenskra banka það þriðja lægsta 2021. Hæsta hlutfallið var í Sviss, 94,5%, og lægst í Tyrklandi 39,5%. Hlutfallið fyrir Ísland var 46,5% og meðalkostnaðarhlutfall landanna 40 var 60,5%. Kostnaðarhlutfallið í Bandaríkjunum var um 63% á árinu 2021. Hlutfallið sýnir rekstrarkostnað banka sem hlutfall af summu hreinna vaxtatekna og annarra rekstrartekna. Teljari og nefnari eru fyrst reiknaðir út fyrir hvert land fyrir áður en…

Lesa meira
Search