skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Unga fólkið

Unga fólkið

SSF hefur lagt áherslu á það síðastliðin ár að fylgjast með málefnum unga fólksins um víða veröld.  Nú þegar heimurinn fer sífellt smækkandi verðum við að láta okkur þessi málefni varða.  500 milljón ungs fólks mun koma á vinnumarkaðinn á komandi áratug.  Meðan hröð alþjóðavæðing og tækniframfarir bjóða upp á ný tækifæri fyrir uppbyggjandi vinnu og tekjur fyrir útvalda hópa geta þessar tískubylgjur gert fólk viðkvæmara þegar það er að þroskast.  Um heim allan geta milljónir ungs fólks ekki farið á vinnumarkaðinn og útilokun ungra kvenna er sérstaklega slæm.  Meirihluti starfa fyrir ungt fólk er með litlum fríðindum og illa launuð.

– Einn af fimm í heiminum er á bilinu 15-24 ára.  85% af þeim lifa í þróunarlöndunum.
– Sextíu og sex milljónir ungs fólks er atvinnulaust og mun fleiri eru í störfum sem hæfa þeim  ekki.
– Á komandi áratug mun allt að 500 millijón ungs fólks koma á vinnumarkaðinn
– Hlutfall atvinnuleysis ungs fólks er tvöfalt til þrefalt meiri en hjá þeim sem eldri eru.
– Í Suður Afríku hækkaði hlutfall atvinnulauss ungs fólks úr 45% og upp í 56% milli 1995 og 2000.
– Í 25% iðnríkjanna eru 20% fleiri konur atvinnulausar en karlar.

SSF er aðili að tvennum erlendum samtökum, annað er samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja á Norðurlöndunum, NFU og hin eru alheimssamtökin UNI, sjá nánar undir Erlent samstarf.  Innan þessara samtaka er hópur sem sér um málefni unga fólksins.  Til þess að vera gjaldgengur í þennan hóp má aðili ekki vera eldri en 35 ára.

Search