skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - ssf@ssf.is

Vinnudeilusjóður

Vinnudeilusjóður

 
Samþykktir fyrir vinnudeilusjóð SSF

1. gr.
Sjóðurinn heitir Vinnudeilusjóður SSF og er eign þess. Heimili hans og varnarþing eru í Reykjavík.

2. gr.
Tilgangur sjóðsins er:
a) að styrkja félagsmenn SSF ef til vinnudeilna kemur sem boðaðar hafa verið skv.36. gr. samþykkta SSF.
b) að styrkja norræna bankamenn í vinnudeilu samkvæmt samningi SSF við norrænsystursamtök þar um.
c) að styðja önnur íslensk stéttarfélög í vinnudeilu.

3. gr.
Stjórn sjóðsins skipa 3 menn og skulu 2 þeirra kosnir beinni kosningu á þingi SSF: Formaður og ritari, sem jafnframt gegnir stöðu varaformanns. Einnig skal kjósavaramann fyrir hvorn þeirra. Gjaldkeri SSF skal jafnframt vera gjaldkeri sjóðsins. Gjaldkeri SSF kallar stjórnina saman eigi síðar en mánuði eftir sambandsþing.23 43. þing SÍB 2007

4. gr.
Stjórn sjóðsins fer með framkvæmdavald í málefnum hans milli sambandsþinga og geri þingi SSF grein fyrir störfum sínum, sbr. þó 29. gr. samþykkta SSF, en skv. henni ferstjórn sambandsins með æðsta vald í málefnum þess milli þinga. Sjóðurinn skal verasjálfstæður og ávaxtaður sérstaklega og hafa sjálfstætt bókhald.Skoðunarmenn SSF yfirfara reikninga hans. Reikningar sjóðsins verði lagðir framsamhliða reikningum SSF.

5. gr.
Stofnfé sjóðsins eru núverandi eigur Kjaradeilusjóðs SSF. Stjórn sjóðsins skal kappkosta að varðveita raungildi sjóðsins. Fé sjóðsins skal ávaxtað áþann hátt að a.m.k. 2/3 hlutar fjárins séu ávallt lausir til ráðstöfunar, svo sem í banka eðasparisjóði, í skuldabréfum með ábyrgð þessara aðila, í skuldabréfum ríkissjóðs ogbankabréfum sem skráð eru á Verðbréfaþingi Íslands.
Stjórn sjóðsins hefur heimild til að ávaxta féð á innistæðureikningum í bönkum og sparisjóðum sem og í skuldabréfum með ábyrgð ríkisins.
Stjórn sjóðsins setur nánari reglur um ávöxtun sjóðsins og skulu þær skráðar í fundargerðarbók. Sambandsþing ákveður fastar tekjur sjóðsins hverju sinni.
Tekjur sjóðsins miðist viðhlutfall af þeim félagsgjöldum er innheimtast til SSF.

6. gr.
Rétt til úthlutunar úr sjóðnum samkvæmt grein 2 a á hver félagsmaður SSF sem greiðirfélagsgjald og verður fyrir tekjumissi vegna vinnudeilu er SSF er aðili að. Stjórn sjóðsins skal setja nákvæmar reglur um úthlutun til félagsmanna og skulu þærskráðar í fundargerðarbók. Úthlutunarreglur skal ætíð endurskoða inna viku frá því aðverkfall er boðað.Halda skal sérstaka gerðabók yfir úthlutunarbeiðnir og -veitingar úr sjóðnum.

7. gr.
Verði vinnudeilusjóður SSF lagður niður ráðstafar þing SSF eignum hans.

8. gr.
Samþykktum þessum má aðeins breyta á þingi SSF. Um breytingar á þeim gilda sömureglur og um breytingar á samþykktum SSF.

Samþykkt á 36. þingi SÍB 1989.
Endurskoðað á 43. þingi SÍB í apríl 2007
og á 44. þingi SSF 18-19 mars 2010.

Search