skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Lífeyrismál

Lífeyrismál

Lífeyrismál – almennt
Félagsmenn SSF eru aðilar að mörgum lífeyrissjóðum. Til að gefa innsýn í hvernig það kerfi virkar er hér birtar skilgreiningar á hlutfallsdeild og aldursdeild af vef Lífeyrissjóðs Bankamanna sjá www.lifbank.is. Neðst er svo stutt útskýring á séreignarsparnaði sem greiðendur í stigadeild geta lagt fyrir.

Hlutfallsdeild (af vef lifbank)
Í Hlutfallsdeild er starsfmanni heimilt að láta af störfum með rétti til eftirlauna 65 ára. Með því að starfa áfram og greiða iðgjöld til sjóðsins, er hægt að vinna sér inn viðbótarréttindi, hafi hámarksréttindum ekki verið náð. Sá sem náð hefur 60 ára aldri og hefur samanlagðan aldur og starfsaldur 95 ár, getur hætt störfum með rétti til eftirlauna. Einnig er sjóðfélaga sem orðinn er 60 ára heimilt að láta af störfum og hefja töku eftirlauna, þótt hann nái ekki 95 ára reglu, en þá með skerðingu eftirlaunanna, 0,5% fyrir hvern mánuð sem vantar á að 65 ára aldri sé náð.
Upphæð eftirlauna er hundraðshluti af launum fyrir fullt starf í stöðu þeirri sem sjóðfélaginn gegndi síðustu fimm árin og skal endurmeta laun fyrstu fjögurra áranna til verðlags á því síðasta með vísitölu neysluverðs. Eftirlaunin nema 1,82% fyrir hvert iðgjaldagreiðsluár í fullu starfi, en hlutfallslega lægri fyrir lægra starfshlutfall, þar til 72,8% eftirlaunahlutfalli er náð.

Aldursdeild (af vef lifbank)
Í Aldursdeild er starfsmanni heimilt að láta af störfum með rétti til eftirlauna 67 ára gamall. Heimilt er að láta af störfum 65 ára og hefja töku lífeyris, en þá skerðast eftirlaunin um 0,6% fyrir hvern mánuð sem vantar á að 67 ára aldri sé náð. Í Aldursdeild gildir engin 95 ára regla eins og í Hlutfallsdeildinni. Sjóðfélagi sem orðinn er 67 ára og heldur áfram störfum, hækkar lífeyrinn um 0,6% fyrir hvern mánuð sem hann vinnur umfram 67 ára aldur.
Við útreikning eftirlauna er miðað við grundvallarlaun í janúar 1998 og eru þau uppreiknuð miðað við neysluvísitölu sem þá var 181,4 stig.
Upphæð eftirlauna í Aldursdeild er hundraðshluti grundvallarlauna og nemur hundraðshluti þessi samanlögðum stigafjölda viðkomandi, margfölduðum með 1,6 samkvæmt 19. grein í 3. kafla Samþykkta sjóðsins.

Séreignarsparnaður
Félagsmaður SSF sem er aðili að aldursdeild fær eftir þriggja ára starf greidd 7% af launum frá vinnuveitanda inn í viðbótarlífeyrissparnað, en fram að þriggja ára starfstíma fær hann greitt 5,5% (var 2% til 31.12.2019) af launum í viðbótarlífeyrissparnað.

Auk þess getur starfsmaðurinn sjálfur lagt fram 2-4% af launum til viðbótar og fengið 2% mótframlag frá vinnuveitanda að auki.

Rétt er að hafa í huga áður en byrjað er að hefja töku viðbótarlífeyrissparnaðar að slíkur sparnaður er undanþeginn fjármagnstekjuskatti og einnig þarf að hafa í huga að tekjuskattur er greiddur við úttekt.

Search