skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Mjög mismunandi ávöxtun lífeyrissjóða

Mjög mismunandi ávöxtun lífeyrissjóða

Ætla má að langstærstur hluti starfsfólks á samningssviði SSF greiði skyldulífeyrisframlag í fimm sjóði. Þetta eru Lífeyrissjóður bankamanna, Íslenski lífeyrissjóðurinn, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Almenni lífeyissjóðurinn og Lífeyrissjóður verslunarmanna.

Ávöxtun þessara sjóða er auðvitað misjöfn milli ára eins og gengur. Þess vegna er oft horft til meðalávöxtunar fleiri ára þegar sjóðir eru bornir saman. Samkvæmt tölum Seðlabankans hefur meðalraunávöxtun sameignardeilda sjóðanna verið mjög mismunandi á síðustu 5 og 10 árum. Þannig var meðalávöxtun Lífeyrissjóðs verslunarmanna (LIVE) næstum þreföld miðað við meðalávöxtun Íslenska lífeyrissjóðsins (Íslíf) síðustu 5 ár miðað við árslok 2022 eins og myndin sýnir.

 

Ávöxtunin var jafnari milli sjóða sé litið til síðustu 10 ára en þeirra fimm síðustu. LIVE var líka með hæstu ávöxtunina þá.

Ávöxtun inneignar sjóðfélaga skiptir auðvitað mestu fyrir þá, en kostnaður við rekstur skiptir líka máli. Sé litið til rekstrarkostnaðar þessara sjóða á árinu 2022 kemur í ljós að kostnaður LIVE var lægstur sem kemur ekki á óvart þar sem þar er um mjög stóran sjóð að ræða. Rekstrarkostnaður Íslíf var sá hæsti, en Almenni fylgdi þar í kjölfarið. Tölurnar sýna heildarrekstrarkostnað viðkomandi sjóða sem hlutfall af eign allra deilda.

Search