skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Jafnréttismál

Jafnréttismál

 
SSF vill stuðla að því að jafnréttissjónarmið séu höfð að leiðarljósi á vinnumarkaðinum. Að fjármálafyrirtæki og aðildarfélög þeirra hafi að leiðarljósi jafnræðisreglu 65. greinar stjórnarskrárinnar og taki sérstaklega mið af lögum nr. 96/2000 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Markmið stjórnar SSF er að stuðla að jafnrétti og sporna gegn mismunun á vinnumarkaði hvort sem er á grundvelli kynferðis, fötlunar, kynhneigðar, þjóðernis, kynþáttar, litarháttar, trúarbragða og stöðu að öðru leyti.

SSF vill einnig stuðla að því að starfsfólk fjármálafyrirtækja geti samræmt fjölskylduábyrgð og starf. Forsvarsmenn fyrirtækja eru sérstaklega hvattir til að vinna að því að jafna stöðu kynjanna innan fyrirtækis síns og stuðla að því að störf flokkist ekki í sérstök kvenna- eða karlastörf. Einnig að jafnræðis sé gætt við ráðningar í störf, tilfærslu milli starfa, kjaraákvarðanir og aðrar úrlausnir mála.

Fulltrúar innan stjórnar SSF vinna að jafnréttismálum í samstarfi við jafnréttisnefndir aðildarfélaga SSF og jafnréttisnefnd NFU.

Search