Launaþróun fyrstu mánuði samningstímabils
Sundurliðaðar launavísitölur Hagstofunnar hafa nú verið birtar fyrir marsmánuð. Sé litið á núverandi samningstímabil hafa laun í fjármálageiranum hækkað að meðaltali um 6,8% frá nóvember 2022 fram til mars 2023. Í þessum tölum ættu allar hækkanir vegna kjarasamninga á almenna markaðnum að vera komnar inn. Við samningsgerðina reiknuðum við í SSF með að kostnaðarhækkun okkar samnings yrði undir 6%, niðurstaðan er því ögn skárri en það. Skýringar geta verið nokkrar.…