VIRK starfsendurhæfing
SSF er aðili að VIRK starfsendurhæfingarsjóði og eiga félagsmenn SSF því sjálfkrafa möguleika á að nýta sér þjónustu sjóðsins.
Félagsmönnum SSF í veikindum er bent á þjónustu VIRK . www.virk.is
Meginskilyrði fyrir aðstoð hjá VIRK eru tvö:
o Að viðkomandi geti ekki sinnt starfi sínu eða tekið þátt á vinnumarkaði vegna hindrana af völdum heilsubrests sem rekja má til veikinda eða slysa. Um er að ræða fjarvistir frá vinnu í lengri tíma eða mjög tíðar skammtímafjarvistir vegna heilsubrests af andlegum eða líkamlegum toga. Miðað er við að einstaklingur sé með vottaðan heilsubrest frá lækni þegar hann kemur til ráðgjafa VIRK.
o Að markmið einstaklings sé að verða aftur virkur þátttakandi á vinnumarkaði, eða auka þátttöku á vinnumarkaði, svo fljótt sem verða má.
Auk þess er nauðsynlegt að:
o Geta og vilji sé til staðar til að taka markvissan þátt í starfsendurhæfingunni. Viðkomandi þarf að vera fær um að axla ábyrgð á eigin lífi, geta tekið þátt í athöfnum daglegs lífs og sinnt nauðsynlegum þáttum endurhæfingar/starfsendurhæfingar.
o Þjónustan sé líkleg til árangurs á þeim tíma sem hún er veitt.
o Samráð sé við viðeigandi aðila, s.s. heimilislækni, meðferðaraðila og atvinnurekanda þegar við á.
VIRK ráðgjafar sem þjónusta félagsmenn SSF:
Guðleif Birna Leifsdóttir [email protected] sími 5955122
Kristbjörg Leifsdóttir [email protected] sími 5955123
Þóra Þorgeirsdóttir, [email protected] sími 5955127
Guðný Júlía Gústafsdóttir, [email protected] sími 5955126
Ráðgjafar eru staðsettir í Borgartúni 6. Hægt er að hafa samband við ráðgjafa í síma eða með tölvupósti.