skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

VIRK starfsendurhæfing

VIRK starfsendurhæfing

SSF er aðili að VIRK starfsendurhæfingarsjóði og eiga félagsmenn SSF því sjálfkrafa möguleika á að nýta sér þjónustu sjóðsins.

Félagsmönnum SSF í veikindum er bent á þjónustu VIRK . www.virk.is  

Meginskilyrði fyrir aðstoð hjá VIRK eru tvö:
Að viðkomandi geti ekki sinnt starfi sínu eða tekið þátt á vinnumarkaði vegna hindrana af völdum heilsubrests sem rekja má til veikinda eða slysa. Um er að ræða fjarvistir frá vinnu í lengri tíma eða mjög tíðar skammtímafjarvistir vegna heilsubrests af andlegum eða líkamlegum toga. Miðað er við að einstaklingur sé með vottaðan heilsubrest frá lækni þegar hann kemur til ráðgjafa VIRK.

Að markmið einstaklings sé að verða aftur virkur þátttakandi á vinnumarkaði, eða auka þátttöku á vinnumarkaði, svo fljótt sem verða má.

Auk þess er nauðsynlegt að:
Geta og vilji sé til staðar til að taka markvissan þátt í starfsendurhæfingunni. Viðkomandi þarf að vera fær um að axla ábyrgð á eigin lífi, geta tekið þátt í athöfnum daglegs lífs og sinnt nauðsynlegum þáttum endurhæfingar/starfsendurhæfingar.

Þjónustan sé líkleg til árangurs á þeim tíma sem hún er veitt.

Samráð sé við viðeigandi aðila, s.s. heimilislækni, meðferðaraðila og atvinnurekanda þegar við á.

Hvernig hef ég samband?

Ráðgjafar eru staðsettir í Borgartúni 18.  Hægt er að hafa samband við ráðgjafa í síma 5355700 eða með tölvupósti á [email protected]

Search