skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]
Breyttar úthlutunarreglur Styrktarsjóðs SSF

Breyttar úthlutunarreglur Styrktarsjóðs SSF

  • 18. september, 2019

Samþykkar voru breytingar á úthlutunarreglum styrktarsjóðs SSF þann 9. september sl. og tóku nýjar reglur gildi þann sama dag. Breytingarnar eru eftirfarandi: Hámarksgreiðslur dagpeninga verða kr. 800.000 en nema að öðrum kosti 80% af launum. Hámarksgreiðslur vegna sálfræðimeðferðar eru kr. 11.000 fyrir hvern tíma. Greitt er fyrir 10 skipti á 12 mánaða tímabili. Endurgreitt er að hámarki kr. 25.000 fyrir göngugreiningu og hjálpartæki á 12 mánaða tímabili. Sjóðurinn styrkir foreldranámskeið…

Lesa meira
Uppfærð persónuverndarstefna SSF

Uppfærð persónuverndarstefna SSF

  • 17. september, 2019

Stjórn SSF samþykkti uppfærða persónuverndarstefnu á fundi sínum þann 9. september sl. Persónuverndarstefnan er aðgengileg á vef SSF, nálgast má uppfærða útgáfu hér.

Lesa meira
Of fáar konur í fjármálatækni

Of fáar konur í fjármálatækni

  • 8. september, 2019

Höfundur: Birgitte Aabo Enginn heldur konum vísvitandi úti í kuldanum en þær eru mjög fáar í fjármálatæknigeiranum (e. fintech) og það er ekki auðvelt fyrir þær að finna fjárfesta fyrir sprotafyrirtæki. „Við hjá Copenhagen FinTech höfum rætt þetta mál og hvað við getum gert til að jafna kynjaskiptinguna,“ segir Naima Yasin, framkvæmdastjóri samfélagsmála. ​Karlmaður sem er „tölvunörd“ og vinnur niðri í kjallara allan daginn með heyrnartól á höfðinu og Red…

Lesa meira
Heildarkjarasamningur SSF og SA kominn á vefinn

Heildarkjarasamningur SSF og SA kominn á vefinn

  • 30. ágúst, 2019

Kjarasamningur Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) og Samtaka atvinnulífsins (SA) er kominn á vefinn. Kjarasamningurinn gildir frá 1.4.2019 til 1.11.2022. Hægt er að nálgast kjarasamninginn og önnur kjaratengd málefni undir liðnum kjaramál á vefsíðu SSF og eins með því að smella hér.

Lesa meira
Vinnutímastytting frá 1. janúar 2020

Vinnutímastytting frá 1. janúar 2020

  • 27. ágúst, 2019

Frá 1. janúar 2020 kemur til framkvæmda vinnutímastytting, sem styttir vinnutíma starfsmanna um 45 mínútur á viku með því markmiðið að ná fram gagnkvæmum ávinningi og bæta nýtingu vinnutíma þar sem því verður við komið. Meginreglan – einfalt fyrirkomulag Verði ekki samið um aðra útfærslu á vinnustað eða við starfsmann verður vikuleg vinnutímastytting framkvæmd sem hálfur vinnudagur mánaðalega á tímabilinu 1. september til 31. maí (m.v. starfsmann í fullu starfi…

Lesa meira
SSF mótmælir áformum um breytingar skyldutryggingu lífeyrisréttinda

SSF mótmælir áformum um breytingar skyldutryggingu lífeyrisréttinda

  • 27. ágúst, 2019

Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) hafa sent frá sér umsögn vegna áforma stjórnvalda um breytingar á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda nr. 129/1997 og starfsemi lífeyrissjóða birt á samráðsgátt 11. júlí 2019. Í samráðsgátt stjórnvalda eru upplýsingar um áform um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða nr. 129/1997, með síðari breytingum. Stefnt er að því að lögfesta hækkun á lágmarksiðgjaldi til lífeyrissjóðs úr 12% í a.m.k. 15,5% af heildarlaunum.…

Lesa meira
Styrkir til sumarstarfsfólks

Styrkir til sumarstarfsfólks

  • 7. ágúst, 2019

Athygli er vakin á því að sumarstarfsfólk í SSF á rétt á styrkjum úr menntunar- og styrktarsjóði SSF. Allar upplýsingar um sjóðina eru veittar á heimasíðu SSF undir liðnum „Styrktarsjóður“ og „menntunarsjóður“. Sumarstarfsfólk á rétt á styrk úr Menntunarsjóði SSF sem samsvarar 80% af námsgjöldum, þó að hámarki 30.000 kr. á ári. Sumarstarfsfólk á rétt á öllum styrkjum úr Styrktarsjóði SSF vegna þjónustu sem sótt er þann tíma sem viðkomandi…

Lesa meira
Endurskoðun á fyrirkomulagi prófs til verðbréfaviðskipta

Endurskoðun á fyrirkomulagi prófs til verðbréfaviðskipta

  • 11. júlí, 2019

Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) hafa sent Fjármála- og efnahagsráðuneytinu bréf þar sem óskað er eftir beinni aðkomu að vinnu við endurskoðun á fyrirkomulagi prófs til verðbréfaviðskipta. SSF telur æskilegt að samtökin skipi fulltrúa í nefnd sem mun sjá um endurskoðunina. Samtökin telja þessa beiðni réttmæta á þeim forsendum að stór hluti þeirra sem vinna á grundvelli þessarar vottunar eru félagsmenn SSF. SSF telur það sem ófrávíkjanlegt skilyrði að eldri réttindi…

Lesa meira
Seðlabanki Íslands samþykkir nýjan kjarasamning

Seðlabanki Íslands samþykkir nýjan kjarasamning

  • 2. júlí, 2019

Á dögunum var undirritaður kjarasamningur starfsfólks Seðlabanka Íslands. Samningurinn er samhljóða samningnum sem SSF og SA samþykkti á dögunum en þar sem Seðlabankinn er ekki aðili að Samtökum fjármálafyrirtækja er kjarasamningurinn gerður beint við Seðlabankann. Kjarasamningurinn gildir frá 1.4.2019 til 1.11.2022. Hér má nálgast kjarasamninginn.  

Lesa meira
Launahækkun og uppgjör 1. júlí

Launahækkun og uppgjör 1. júlí

  • 28. júní, 2019

Í tengslum við nýgerðan kjarasamning SSF og SA fá félagsmenn SSF launaleiðréttingar afturvirkt frá 1. apríl 2019 og á að greiða þá leiðréttingu með launum 1. júlí. Launahækkun kr. 17.000 miðað við fullt starf greiðist afturvirkt frá 1. apríl. Þeir sem eru með fyrirframgreidd laun eiga því inni 3x17.000 og þeir sem eru á eftirágreiddum launum eiga inni 2x17.000. Orlofsuppbót sem greidd var þann 1. júní sl. var kr. 48.000…

Lesa meira
Search