skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - ssf@ssf.is
FSLÍ 90 ára: Baráttumálin allt frá einkennisfatnaði til kjarabóta

FSLÍ 90 ára: Baráttumálin allt frá einkennisfatnaði til kjarabóta

  • 16. apríl, 2018

FSLÍ, Félag starfsmanna Landsbankans á Íslands, varð 90 ára þann 7. mars sl. Í tilefni af stórafmælinu fengum við Helgu Jónsdóttur og Ara Skúlason til að stikla á stóru í starfsemi félagsins en þau eru fyrrverandi og núverandi formenn þess. Hefur starfað með FSLÍ í 30 ár Helga Jónsdóttir, tók fyrst þátt í störfum FSLÍ fyrir 30 árum. „Margt hefur breyst á þessum árum, ég nefni tölvuvæðinguna og breytingar á…

Lesa meira
Fer í gott frí eftir hálfa öld í bankanum

Fer í gott frí eftir hálfa öld í bankanum

  • 9. apríl, 2018

Þorsteinn Þorsteinsson, svæðisstjóri fyrir Vestursvæðið, lætur senn að störfum eftir að hafa starfað í Landsbankanum í 49 ár. Aðspurður hvað hann ætli að taka sér fyrir hendur eftir bankastörfin segist hann ætla að byrja á því að taka sér gott frí. Við ræddum við Þorstein í tilefni af þessum stóru tímamótum. Þorsteinn hóf störf í Landsbankanum árið 1969 og var starfsheiti hans sendimaður. Hann hefur komið víða við innan bankans…

Lesa meira
UM ORLOF

UM ORLOF

  • 4. apríl, 2018

Nú þegar líður að sumarfríum er gott að fara yfir nokkur atriði varðandi orlofsmál. Fyrst ber að nefna að það tímabil sem starfsmaður er að vinna sér inn orlofsrétt er kallað orlofsár og er samkvæmt kjarasamningi SSF frá 1. maí til 30. apríl. Í kjarasamningi SSF (kafla 4) er lágmarksorlof 24 vinnudagar. Starfsmaður, sem hefur unnið hluta af fullu starfi eða hluta úr ári, skal fá orlof í tvo vinnudaga…

Lesa meira
Kjarasamningsbundnar hækkanir 1. maí

Kjarasamningsbundnar hækkanir 1. maí

  • 4. apríl, 2018

Vakin er athygli á því að þann 1.maí næstkomandi hækka öll laun og launatengdir liðir um 5,0% samkvæmt kjarasamningi SSF og SA. Kauptaxtar kjarasamnings taka sömu hækkun. Jafnframt hækkar orlofsuppbótin og verður uppbótin sem kemur til greiðslu þann 1. júní næstkomandi kr. 48.000.  Þeir félagsmenn SSF sem fá laun greidd fyrirfram sjá hækkun á sínum launaseðli strax 1. maí en þeir sem fá laun greidd eftirá sjá hækkun á sínum…

Lesa meira
Tafir á afgreiðslu umsókna

Tafir á afgreiðslu umsókna

  • 4. apríl, 2018

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna verða tafir á afgreiðslu umsókna úr styrktar- og menntunarsjóði SSF. Ekki verður unnt að afgreiða umsóknir fyrr en um miðjan apríl. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda félagsmönnum. Við minnum félagsmenn á að fylgjast með stöðu sinna umsókna inn á Mínum síðum.

Lesa meira
Samningum náð í kjaradeilu finnskra bankamanna

Samningum náð í kjaradeilu finnskra bankamanna

  • 2. apríl, 2018

Heikki Jokinen / www.proliitto.fi / 28. mars 2018 Verkfalli hjá starfsmönnum í finnska fjármálageiranum var aflýst á allra síðustu stundu. Deiluaðilar náðu samningum um nýjan kjarasamning kvöldið áður en fyrsta þriggja daga vinnustöðvunin í bönkum átti að hefjast. Viðræður um nýja kjarasamninga fyrir fjármálageirann hafa átt sér stað frá því í október á síðasta ári. Áður gildandi kjarasamningur rann út í nóvember. Helsta deiluefni samningsaðila hefur verið helgarvinna. Báðir aðilar…

Lesa meira
Nýtt SSF blað komið út

Nýtt SSF blað komið út

  • 19. mars, 2018

1. tbl. SSF blaðsins 2018 er komið út. Í blaðinu er fjallað stöðu kjarasamningsmála, 90 ára afmæli FSLÍ, viðtal Svein Sveinsson, fyrrveranda formann SSF, knattspyrnumót fjármálafyrirtækja, námsframboð með vinnu og margt fleira.   Hægt er að skoða vefútgáfu blaðsins hér. Á næstu dögum verður blaðinu dreift á starfstöðvar félagsmanna og helstu biðstofur landsins.

Lesa meira
Verkföll yfirvofandi hjá finnskum fyrirtækjum í fjármálaþjónustu

Verkföll yfirvofandi hjá finnskum fyrirtækjum í fjármálaþjónustu

  • 16. mars, 2018

Heikki Jokinen / www.proliitto.fi Umræður um nýjan kjarasamning fyrir starfsmenn fjármálafyrirtækja eru að sigla í strand. Verkalýðsfélagið Pro hefur lýst yfir verkfallsaðgerðum í mars og apríl í þeim tilgangi að flýta fyrir samningaumræðum. Helsta ástæðan fyrir þráteflinu í samningaumræðum er ósveigjanleg krafa atvinnurekenda um einhliða stjórnun á vinnutíma, þ.m.t. helgarvinnu. Krafa um launahækkun hefur heldur ekki hlotið hljómgrunn. Antti Hakala, forstöðumaður fjármálageira stéttarfélagsins Pro segir að félagið sé reiðubúið að…

Lesa meira
Breytingar á útibúaneti Arion

Breytingar á útibúaneti Arion

  • 8. mars, 2018

Fréttatilkynning frá Arion banka Með tilkomu nýrra stafrænna þjónustuleiða eru að verða miklar breytingar á því hvar, hvenær og hvernig viðskiptavinir kjósa að sinna sínum fjármálum. Á næstu vikum og mánuðum mun Arion banki ráðast í breytingar á útibúaneti bankans til að aðlaga það að þessum nýju þjónustuleiðum sem allar miða að því að gera þjónustu bankans aðgengilegri og þægilegri fyrir viðskiptavini. Lögð verður áhersla á sveigjanlegri þjónustutíma, betra aðgengi…

Lesa meira
Þú átt rétt á launaviðtali

Þú átt rétt á launaviðtali

  • 22. febrúar, 2018

Í kjarasamningi SSF segir um starfsmannaviðtöl (oft nefnd launaviðtöl í daglegu tali) að starfsmaður eigi rétt á viðtali við yfirmann einu sinni á ári um störf sín og hugsanlega breytingu á starfskjörum. Jafnframt segir að veita eigi slíkt viðtal innan tveggja mánaða. Í launaviðtali er ekki einungis verið að semja um laun heldur einnig um vinnuframlag og mikilvægi starfsmannsins og horft til þeirra þátta er snúa að starfsumgjörð viðkomandi. Starfsmannaviðtöl…

Lesa meira
Search