skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - ssf@ssf.is
Stafræn hæfniþróun hjá starfsmönnum Danske Bank

Stafræn hæfniþróun hjá starfsmönnum Danske Bank

  • 14. ágúst, 2018

Grein eftir Sjur Frimand-Anda í tímaritinu FinansFokus 9. mars 2018. Þýðing: Anna Heiða Pálsdóttir. Danske Bank leggur áherslu á hæfniþróun sem gerir starfsmönnum bankans betur kleift að sinna störfum sínum. – Með notkun alþjóðlegs, rafræns hæfniþróunarkerfis geta starfsmenn valið þá hæfni sem þeir kjósa að þróa með sér, segir Kristin Valen Kvåle, mannauðs- og þróunarstjóri hjá Danske Bank í Noregi. Tímaritið FinansFokus gerði nýlega könnun meðal sjö fyrirtækja í fjármálageiranum.…

Lesa meira
FJÖLMENNT Á KEILUMÓTI SSF

FJÖLMENNT Á KEILUMÓTI SSF

  • 8. ágúst, 2018

Árlegt keilumót SSF fór fram í Egilshöll dagana 23. og 14. maí sl. Mótið nýtur vaxandi vinsælda ár frá ári en keppt er í 4ra manna liðum í karla- og kvennaflokki en einnig geta blönduð lið keppt saman í karlaflokki.   Spilaðar eru fimm umferðir skv. monrad-kerfi þar sem mismunur á skori liðanna ræður stigagjöf. Í einstaklingskeppni kvenna var Sigríður Klemensdóttir, starfsmaður Sjóvá, hlutskörpust en hún var með flestar fellur…

Lesa meira
NÝTTU KRAFTINN

NÝTTU KRAFTINN

  • 30. júlí, 2018

  Nýttu kraftinn er aðferðafræði og ráðgjöf sem þróuð var til að veita hvatningu og stuðning við einstaklinga sem leita sér nýrra tækifæra eða eru tímabundið utan vinnumarkaðar af ýmsum ástæðum s.s. vegna atvinnumissis, veikinda, náms, fæðingarorlofs og flutnings aftur til landsins. Fyrirtækið veitir einstaklingsmiðaða ráðgjöf við að hjálpa þeim inn á vinnumarkaðinn að nýju og efla sig sem einstaklinga. Tilgangur og boðskapur stofnenda gagnast einnig þeim sem eru í starfi en…

Lesa meira
Meingölluð íslensk lög um sjúkdómatryggingar

Meingölluð íslensk lög um sjúkdómatryggingar

  • 23. júlí, 2018

Greinin birtist upprunalega sem aðsend grein í Morgunblaðinu og vegna fjölda áskoranna er hún endurbirt hér. Flest öll tryggingafélög á Íslandi bjóða viðskiptavinum uppá samsettra líf- og sjúkdómatryggingar. Bótaskyldir sjúkdómar eru flokkaðir í 4 flokka: Krabbamein, hjarta og nýrnasjúkdóma, tauga og hrörnunarsjúkdóm og aðra vátryggingaratburði. Algengt er að tryggingataki kaupi svokallaða 50/50 tryggingu, en þá er 50% af líftryggingarfjárhæðinni greidd út í eingreiðslu (skattfrjáls) ef viðkomandi veikist af einhverjum framangreindum…

Lesa meira
Nýr þjónustufatnaður innleiddur hjá Arion banka

Nýr þjónustufatnaður innleiddur hjá Arion banka

  • 13. júlí, 2018

Arion banki hefur innleitt einkennisfatnað fyrir starfsfólk í útibúum. Fatalínan er einkennismerkt að hluta og hefur starfsfólk val innan fatalínunnar. Ásdís Björg Pálmadóttir, verkefnastjóri verkefnisins, segir mikla ánægju með fatnaðinn hjá starfsfólki bankans og viðskiptavinum. „Við ákváðum að innleiða þjónustufatnaðinn eftir góða raun af einkennisfatnaði í útibúinu í Leifsstöð sem við opnuðum vorið 2016. Við héldum svo áfram með verkefnið þegar við opnuðum útibúið í Kringlunni í nýrri mynd sl.…

Lesa meira
Skrifstofa SSF lokuð vegna sumarleyfa

Skrifstofa SSF lokuð vegna sumarleyfa

  • 12. júlí, 2018

Skrifstofa SSF verður lokuð frá 16. júlí til 3. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks SSF. Hægt er að senda tölvupóst á ssf@ssf.is, öllum tölvupósti verður svarað.  Ef erindið er brýnt er hægt að hringja í síma 8686988 þann tíma sem skrifstofan er lokuð. Umsóknir um styrki í Styrktar- og Menntunarsjóð SSF verða afgreiddar að loknu sumarleyfi.

Lesa meira
Leiðari formanns: Staða kjarasamninga

Leiðari formanns: Staða kjarasamninga

  • 2. júlí, 2018

Samkvæmt kjarasamningi SSF og SA fyrir tímabilið 1. október 2015 til 31. desember 2018 hækkuðu öll laun félagsmanna SSF á bilinu 20,8% til 25,0%. Í upphafi kjarasamnings árið 2015 hækkuðu laun á bilinu 3,2% til 7,2% þar sem lægri launin fengu meiri hækkun en þau hærri. Í október 2015 var einnig greidd 300.000 króna eingreiðsla til allra í 100% starfi á viðmiðunartímabili, og hlutfallslega til þeirra sem voru í hlutastarfi.…

Lesa meira
SSF – blaðið komið út

SSF – blaðið komið út

  • 27. júní, 2018

2. tbl. SSF blaðsins 2018 er komið út. Í blaðinu fjallar Friðbert Traustason, formaður SSF, um stöðu kjarasamningsmála. Fjallað er um 90 ára afmælishátíð FSLÍ, keilumót SSF, vottun fjármálaráðgjafa og stafræna hæfniþróun. Í blaðinu er einnig viðtal við Runa Opdal Kerr, þróunarstjóra samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja í Noregi en hún vill afnema sérkjör eldri starfsmanna og stuðla að aukinni hæfni. Þá er fjallað um nýjan þjónustufatnað sem hefur verið innleiddur hjá…

Lesa meira
Vottun fjármálaráðgjafa

Vottun fjármálaráðgjafa

  • 19. júní, 2018

Í lok maí útskrifuðust 39 nemendur úr vottunarnámi fjármálaráðgjafa og vátryggingaráðgjafa. Þetta er í sjöunda sinn sem fjármálaráðgjafar hljóta vottun. Að vottunarnáminu standa Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja, Samtök fjármálafyrirtækja, fjármála- og efnahagsráðuneytið, Háskólinn á Bifröst, viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Markmið vottunarinnar er að samræma þær kröfur sem eru gerðar til fjármálaráðgjafa og tryggja að þeir búi yfir nauðsynlegri þekkingu og færni í starfi. Verkefnið á sér norska…

Lesa meira
Norðmenn semja

Norðmenn semja

  • 2. júní, 2018

Mögulegu verkfalli hjá starfsmönnum fjármálafyrirtækja í Noregi hefur verið afstýrt með undirritun nýs kjarasamnings. Kjarasamningurinn verður borinn undir félagsmenn á næstu dögum áður en til atkvæðagreiðslu kemur í lok mánaðarins. Í megindráttum féllu atvinnurekendur frá kröfu sinni um “hefðbundinn” vinnudag til klukkan 21:00 á daginn og því að aldursviðmið fyrir styttri vinnudag (um 1 tíma) yrði hækkað úr 64 ára í 67 ára. Helstu atriði: ·       Laun hækka um 1%…

Lesa meira
Search