skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Tökum þátt í kvennaverkfallinu!

Tökum þátt í kvennaverkfallinu!

Ágætu félagar

Eftir því sem við best vitum munu stóru bankarnir þrír ekki draga af launum þeirra sem kjósa að taka þátt í kvennaverkfallinu 24. október og við erum þakklát fyrir þann skilning sem bankarnir sýna þessu verkefni og þessum málstað. Jafnframt hvetjum við önnur fyrirtæki á fjármálamarkaði að fylgja bönkunum þremur í þessu sambandi.

SSF hvetur allar konur og kvár til þess að taka sem mestan þátt í þessum aðgerðum og mæta á útifundinn á Arnarhóli og aðra skipulagða fundi um land allt. Veðurspáin er góð þannig að þetta verður eftirminnilegur dagur.

Kv.
Ari

Search