skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Fæðingar- og foreldraorlof

Fæðingar- og foreldraorlof

Markmið fæðingar og foreldraorlofs er að tryggja foreldrum sem besta möguleika til að vera samvistum við börn sín, einkum á fyrstu æviárum þeirra. Jafnframt að tryggja börnum rétt til að vera samvista við báða foreldra sína.

Í lögunum er kveðið á um þriggja mánaða sjálfstæðan rétt móður til fæðingarorlofs, þriggja mánaða sjálfstæðan rétt föður og sameiginlegan eða skiptanlegan rétt sem er þrír mánuðir. Sjálfstæði rétturinn er ekki framseljanlegur nema í undantekningartilvikum.  Nánari upplýsingar hjá Fæðingarorlofssjóði, www.faedingarorlof.is

Mótgreiðslur atvinnurekenda samkvæmt kjarasamningi SSF
Frá og með 1. janúar 2019 verða mánaðarlegar greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði til foreldris í fullu fæðingarorlofi 80% af meðaltali heildarlauna eða reiknaðs endurgjalds fyrir tiltekin tímabil vegna barna sem fæðast frá og með 1. janúar 2019 og síðar, þó aldrei hærri en kr. 600.000. Sjá nánar á heimasíðu Fæðingarorlofssjóðs, www.faedingarorlof.is

Viðmiðunarþak sjóðsins skv. grein 6.2.1. í kjarasamningi SSF er því kr. 600.000,
600.000/0,8 = kr. 750.000
Allir sem hafa mánaðarlaun kr. 750.000 eða lægri halda því 100% launum í 6 mánaða fæðingarorlofi. Þeir sem eru með hærri mánaðarlaun en kr. 750.000 fá þá kr. 150.000 frá fyrirtækinu í 6 mánuði.

Foreldraorlof
Lögin tryggja einnig sjálfstæðan rétt foreldris til fjögurra mánaða foreldraorlofs til að annast barn. Þessi réttur er ekki framseljanlegur og nær til sömu tilvika og rétturinn til fæðingarorlofs. Rétturinn til foreldraorlofs skapast eftir sex mánaða samfellt starf, en fellur niður þegar barn hefur náð 8 ára aldri. Þó geta foreldrar átt rétt til töku foreldraorlofs allt að 8 ára aldri barns hafi rétturinn ekki verið fullnýttur og það greinist síðar með alvarlegan og langvinnan sjúkdóm. Rétti til foreldraorlofs fylgir ekki réttur til greiðslu úr Fæðingarorlofssjóði. Sjá nánar á heimasíðu Fæðingarorlofssjóðs, www.faedingarorlof.is

 

Search