skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

AÐEINS 1,8% STARFSMANNA FJÁRMÁLAFYRIRTÆKJA ELDRI EN 65 ÁRA!

AÐEINS 1,8% STARFSMANNA FJÁRMÁLAFYRIRTÆKJA ELDRI EN 65 ÁRA!

Í framhaldi af frétt okkar fyrir helgi um áherslu Nordea að ráða eldra fólk er athyglisvert að skoða hvernig staðan er meðal félagsmanna SSF.

Einungis 1,8% félagsmanna SSF eru eldri en 65 ára, sem sýnir að stefna fjármálafyrirtækjanna um að losa sig við eldra fólk er framkvæmd til hins ítrasta, sem er mögulega brot á lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði. Einungis 25 karlar meðal félagsmanna SSF eru eldri en 65 ára, eða 1,5% allra karla. Meðal kvenna eru konur á þeim aldri 38 eða 2,5% allra kvenna.

Töluverður munur er á aldurssamsetningu karla og kvenna meðal félagsmanna SSF. Sé t.d. litið á yngsta hópinn, þ.e. á aldri upp að þrítugu, má sjá að karlar eru hlutfallslega mun fleiri en konur, eða 18% hópsins miðað við 14% meðal kvenna.

Sé litið á starfsfólk eldra en 60 ára sést að konur eru hlutfallslega miklu fleiri eða 17,4% hópsins miðað við 7,7% hjá körlum. Sama má einnig segja um næst elsta hópinn, aldursbilið 50-59 ára, þar eru konur líka mun fleiri.
Almennt má því segja að konur innan SSF eru hlutfallslega eldri en karlarnir. Núna eru um 46% félagsmanna karlar og 54% konur. Miðað við núverandi samsetningu má því ætla að mikið dragi úr þessum mun og að karlar sæki í sig veðrið á næstu árum

 

 

 

 

 

 

 

Search