skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]
SSF blaðið er komið út

SSF blaðið er komið út

  • 2. desember, 2016

Nýjasta tölublað Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja er komið út. Forsíðuviðtal blaðsins er við Hildi Högnadóttur sem lét nýlega af störfum eftir tæplega 53 ár í fjármálageiranum. Hún segir vinnuna í bankanum hafa breyst mikið en eitt hafi þó ávallt verið eins og það sé gott samstarfsfólk. Í blaðinu er auk þess fjallað um mikilvægi þess að starfsaldur sé rétt skráður, mótframlag vinnuveitanda í fæðingarorlofi, nýja viðbót við kjarasamning og sögu lífeyrisréttinda félagsmanna…

Lesa meira
Ráðstefna um MiFID II í Hörpu

Ráðstefna um MiFID II í Hörpu

  • 23. nóvember, 2016

Alþjóðlega fjármálakreppan 2008 leiddi í ljós bresti í virkni og gagnsæi fjármálamarkaða. Samdóma álit alþjóðastofnana er að veikleikar í stjórnarháttum fjölda fjármálafyrirtækja, meðal annars skortur á öryggisventlum (e. checks and balances), hafi verið einn af þeim þáttum sem hrundu fjármálakreppunni af stað. Í því skyni að auka skilvirkni, viðnámsþrótt og gagnsæi fjármálamarkaða hefur Evrópusambandið (ESB) samþykkt nýja tilskipun, MiFID II, sem taka á gildi í janúar 2018. MiFID II er…

Lesa meira
Getum við aðstoðað? SFF-dagurinn 2016

Getum við aðstoðað? SFF-dagurinn 2016

  • 20. nóvember, 2016

SFF-dagurinn verður haldinn miðvikudaginn 23. nóvember. Í ár verður ráðstefnan helguð þeim miklu breytingum sem hafa orðið á neytendavernd á fjármálamarkaði á undanförnum árum og fjallað verður um þær áskoranir og þau tækifæri sem fjármálafyrirtæki og viðskiptavinir þeirra standa frammi fyrir í þeim efnum. Á fundinum mun Jóna Björk Guðnadóttir, lögfræðingur SFF, fjalla um stöðu neytendaverndar á fjármálamarkaði og greina alþjóðlega og innlenda strauma í þeim efnum. Haukur Guðmundsson, formaður…

Lesa meira
Desemberuppbót 2016

Desemberuppbót 2016

  • 20. nóvember, 2016

Desemberuppbót miðað við fullt starf árið 2016 er kr. 82.000,- og skal greiða hana eigi síðar en 15. desember.  Allir félagsmenn á fyrirframgreiddum launum fá desemberuppbótina greidda með launum 1. desember 2016. Fullt ársstarf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof. Uppbótin greiðist eigi síðar en 15. desember ár hvert, miðað við starfshlutfall og starfstíma, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi í 12…

Lesa meira
Ánægja í starfi skilar hagnaði

Ánægja í starfi skilar hagnaði

  • 8. nóvember, 2016

Ánægja í starfi skilar hagnaði – bæði fyrir starfsmanninn persónulega og í bókhaldi fyrirtækisins. Til að upplifa ánægju í starfi er þó nauðsynlegt að vinnuumhverfið sé gott og að hverjum starfsmanni líði vel, bæði andlega og líkamlega. Til að vel takist til þarf að eiga náið samstarf við vinnuveitendur. Ánægðir starfsmenn gera viðskiptavinina og samstarfsaðilana ánægðari og auka tryggð við fyrirtækið hjá bæði starfsmönnum og viðskiptavinum. Metnaður og ánægja í…

Lesa meira
Viðbót við kjarasamning: Meiri launahækkun

Viðbót við kjarasamning: Meiri launahækkun

  • 24. október, 2016

Á grundvelli ákvæðis um samningsforsendur í 8. grein kjarasamnings SSF og SA frá 8. september 2015 hafa samningsaðilar, í dag 24. október, skrifað undir eftirfarandi samkomulag: Launahækkun sem átti að vera 5,5% þann 1. maí 2016 verður 6,2% og gildir frá og með 1. janúar 2016.  Þetta ákvæði hefur þegar tekið gildi. Var greitt í apríl/maí 2016. Þann 1. maí 2017 munu öll laun og launatengdir liðir hækka um 5,0%…

Lesa meira
Kvennafrí í dag

Kvennafrí í dag

  • 24. október, 2016

Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:38 mánudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Austurvelli, kl. 15:15 undir kjörorðinu Kjarajafnrétti strax! Meðalatvinnutekjur kvenna eru 70,3% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 29,7% lægri tekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir sínum launum eftir 5 klukkustundir og 38 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17. Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 14:38. Kvennafrí á…

Lesa meira
Átta þúsundum boðinn starfslokasamningur

Átta þúsundum boðinn starfslokasamningur

  • 13. október, 2016

Danske Bank hefur boðið um 8.000 starfsmönnum starfslokasamning. Sparnaðaráætlun bankans felur þó ekki í sér áform um að loka útibúum. Stærsti banki Danmerkur, Danske Bank, hyggst fækka í starfsliði sínu. Þetta er liður í áætlun bankans um að draga úr rekstrarkostnaði og starfsmönnum bankans var tilkynnt fyrirætlunin á mánudagsmorguninn var. Fjölmiðlafulltrúi Danske Bank, Kenni Leth, ræddi við Berlingske Business um aðdragandann að því að mörgum starfsmanna bankans hafa verið boðin…

Lesa meira
Sam­starfi Salek-hóps­ins slitið

Sam­starfi Salek-hóps­ins slitið

  • 12. október, 2016

Sam­starfi Salek-hóps­ins hef­ur verið slitið á meðan niðurstaða um jöfn­un líf­eyr­is­rétt­inda á al­menna markaðnum ligg­ur ekki fyr­ir. „Sam­komu­lagið sem menn töldu sig vera með í hönd­un­um virðist ekki al­veg aug­ljóst,“ seg­ir Bryn­dís Hlöðvers­dótt­ir rík­is­sátta­semj­ari. Hún seg­ir lík­legt að Salek-hóp­ur­inn komi sam­an á ný þegar niðurstaða um jöfn­un líf­eyr­is­rétt­inda ligg­ur fyr­ir. Deilt hef­ur verið um laga­frum­varp sem ligg­ur fyr­ir Alþingi um breyt­ing­ar á lög­um um Líf­eyr­is­sjóð starfs­manna rík­is­ins. Frétta­til­kynn­ing frá Salek-hópn­um í…

Lesa meira
Verkefnin ráða vinnuumhverfinu

Verkefnin ráða vinnuumhverfinu

  • 11. október, 2016

Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, segir miklar breytingar fyrirhugaðar hjá bankanum nú í haust þegar hann kveður Kirkjusand og flytur höfuðstöðvar sínar í Íslandsbankaturninn í Smáralind í Kópavogi.  Í turninum munu 650 starfsmenn starfa í 8.600 fermetrum og vinnuaðstaðan verður talsvert breytt frá því sem nú er. „Við munum taka upp verkefnamiðað vinnuumhverfi í nýju höfuðstöðvunum. Hver starfsmaður mun því ekki eiga fasta vinnuaðstöðu heldur velur hann sér vinnuaðstöðu sem hentar…

Lesa meira
Search