skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Viðbót við kjarasamning: Meiri launahækkun

Viðbót við kjarasamning: Meiri launahækkun

Undirritun

Á grundvelli ákvæðis um samningsforsendur í 8. grein kjarasamnings SSF og SA frá 8. september 2015 hafa samningsaðilar, í dag 24. október, skrifað undir eftirfarandi samkomulag:

    1. Launahækkun sem átti að vera 5,5% þann 1. maí 2016 verður 6,2% og gildir frá og með 1. janúar 2016.  Þetta ákvæði hefur þegar tekið gildi. Var greitt í apríl/maí 2016.
    2. Þann 1. maí 2017 munu öll laun og launatengdir liðir hækka um 5,0% í stað 3,75% eins og áður var um samið. Kauptaxtar taka sömu hækkun.
    3. Þann 1. maí 2018 munu öll laun og launatengdir liðir hækka um 5,0% í stað 2,5% eins og áður var um samið. Kauptaxtar taka sömu hækkun.

Hér er um verulega hækkun launa að ræða umfram það sem samið var í september 2015.  Þessi viðbót við karasamning SSF og SA byggir á bókun um forsendur og þarf ekki að fara í atkvæðagreiðslu.  Stjórn, samninganefnd og formenn aðildarfélaga SSF samþykktu þennan samning á fundi þann 21. október 2016.

f.h. samninganefndar SSF
Friðbert Traustason, formaður SSF

 

Samkomulagið í heild sinni

Search