skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Getum við aðstoðað? SFF-dagurinn 2016

Getum við aðstoðað? SFF-dagurinn 2016

SFF-dagurinn verður haldinn miðvikudaginn 23. nóvember. Í ár verður ráðstefnan helguð þeim miklu breytingum sem hafa orðið á neytendavernd á fjármálamarkaði á undanförnum árum og fjallað verður um þær áskoranir og þau tækifæri sem fjármálafyrirtæki og viðskiptavinir þeirra standa frammi fyrir í þeim efnum.

Á fundinum mun Jóna Björk Guðnadóttir, lögfræðingur SFF, fjalla um stöðu neytendaverndar á fjármálamarkaði og greina alþjóðlega og innlenda strauma í þeim efnum. Haukur Guðmundsson, formaður úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki, og Þóra Hallgrímsdóttir, formaður úrskurðarnefndar í vátryggingamálum, munu ræða um hvernig verkefni úrskurðarnefndanna hafa breyst á síðustu árum. Ólafur Arnarson, nýkjörinn formaður Neytendasamtakanna, mun svo ræða um sýn samtakanna á neytendamál á fjármálamarkaði.

Auk þeirra mun Birna Einarsdóttir, formaður SFF, ávarpa fundinn. Í lokin verða pallborðsumræður þar sem að Ásta Sigrún Helgadóttir umboðsmaður skuldara, Brynhildur Pétursdóttir fyrrverandi þingmaður, Hermann Björnsson forstjóri Sjóvár, Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka og Unnur Gunnarsdóttir forstjóri FME munu fara yfir málin. Kristján Kristjánsson, fjölmiðlamaður, stjórnar pallborðsumræðum.

Kristín Lúðvíksdóttir, verkefnastjóri fjármálafræðslu SFF, fer með fundarstjórn.

Ráðstefnan hefst klukkan 14:00 og fer fram í höfuðstöðvum Arion banka við Borgartún.
Dagskrána má nálgast hér. Vinsamlegast skráið þátttöku hér.

 

Frétt af vef sff.is

Search