skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Ráðstefna um MiFID II í Hörpu

Ráðstefna um MiFID II í Hörpu

Alþjóðlega fjármálakreppan 2008 leiddi í ljós bresti í virkni og gagnsæi fjármálamarkaða. Samdóma álit alþjóðastofnana er að veikleikar í stjórnarháttum fjölda fjármálafyrirtækja, meðal annars skortur á öryggisventlum (e. checks and balances), hafi verið einn af þeim þáttum sem hrundu fjármálakreppunni af stað. Í því skyni að auka skilvirkni, viðnámsþrótt og gagnsæi fjármálamarkaða hefur Evrópusambandið (ESB) samþykkt nýja tilskipun, MiFID II, sem taka á gildi í janúar 2018.

MiFID II er ætlað að auka gagnsæi og bæta virkni innri markaðarins fyrir fjármálagerninga með því að samræma kröfur um gagnsæi í viðskiptum með þá.

RB stendur fyrir örráðstefnu þar sem fjallað verður um MiFID II og helstu áskoranir sem tilskipuninni fylgja út frá mismunandi sjónarhornum svo sem regluverki, viðskiptum og tækni. Ráðstefnan fer fram á morgun, 24. nóvember, milli klukkan 13:00 og 15:30 í Björtuloftum í Hörpu.

Á ráðstefnunni munu reynslumiklir fyrirlesarar frá alþjóðlegum ráðgjafafyrirtækjum, Sopra Steria og Alvares & Marsal, flytja erindi:

  • Tim Difford Strategy & Innovation Director – Financial Services, Sopra Steria
  • William Rogers Director, Alvarez & Marsal (A&M)
  • David Lawton Managing Director, Alvarez & Marsal (A&M)
  • Andrew Coakley Business and Product Development Director, Sopra Steria

Um fyrirtækin

  • Sopra Steria – Ráðgjafa og upplýsingatæknifyrirtæki frá Belgíu með rúmlega 38.000 starfsmenn í meira en 20 löndum
  • Alvarez & Marsal (A&M) – Alþjóðlegt ráðgjafafyrirtæki með starfsstöðvar í 20 löndum

Nánar um ráðstefnuna: MiFID II

 

Frétt: Reiknistofa bankanna
Mynd: Tim Difford, framkvæmdastjóra stefnumála og nýsköpunar hjá ráðgjafa fyrirtækinu Sopra Steria, en hann er einn af fyrirlesurunum.

Search