skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

ENDURMENNTUN – MÍNAR SÍÐUR – TRÚNAÐARMENN

ENDURMENNTUN – MÍNAR SÍÐUR – TRÚNAÐARMENN

Endurmenntun til að viðhalda verðbréfaréttindum 

Af og til fær SSF fyrirspurnir um hvar finna má endurmenntunarnámskeið fyrir félagmenn sem lokið hafa námi í Verðbréfaréttindum.

Akademias hafði samband við okkur á dögunum til að benda okkur á nám sem metið er til endurmenntunar þessa hóps hjá prófnefnd verðbréfaréttinda. Allar upplýsingar um námið má lesa hér:   Námskeið | Leiðtogi í fjármögnun og fjárfestingum (akademias.is)

MÍNAR SÍÐUR – ertu með skráð símanúmer og/eða netfang?

Vissir þú að til að geta kosið rafrænt um kjarasamning, nú eða verkfall, þá þarft þú að hafa skráð símanúmer og/eða netafang inni á https://minarsidur.ssf.is/innskraning/

Að hafa þetta skráð inni á mínum síðum SSF, er líka nauðsynlegt ef þú ert að sækja um styrki í sjóði SSF, þar sem við sendum kvittanir til ykkar, og höfum samband ef eitthvað vantar upp á gögn með umsóknum.  Það er því full ástæða til að hafa þetta í lagi svo við hvetjum ykkur til að fara inn og skoða ykkar skráningu sem allra fyrst.

Kjör trúnaðarmanna nýafstaðið

Veist þú hver er þinn trúnaðarmaður?  Kosningar trúnaðarmanna eru nú nýafstaðnar og um 30 nýjir trúnaðarmenn hafa komið inn í um 100 manna hóp trúnaðarmanna SSF.  Þetta eru mikilvægir tengiliðir milli félagsmanna og SSF.  Um leið og SSF óskar nýjum trúnaðarmönnum sem og endurkjörnum til hamingju með kjörið, þökkum við fráfarandi trúnaðarmönnum kærlega fyrir þeirra óeigingjarna starf fyrir félagsmenn og SSF.  Nýjum trúnaðarmönnum stendur nú til boða að mæta á námskeið í mars sem við vonumst til að sjá sem flesta. https://www.ssf.is/trunadarmenn/dagskra/

Search