skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

TRÚNAÐARMENN Á NÁMSKEIÐI

TRÚNAÐARMENN Á NÁMSKEIÐI

Dagana 13. og 14. mars var haldið trúnaðarmannanámskeið I-II á Hótel Hamri.  Þarna var saman kominn 29 manna hópur nýkosinna trúnaðarmanna og trúnaðarmenn sem áttu eftir að sitja þetta námskeið.

 

Fyrri daginn er jafnan farið í Vinnumarkaðinn, lög og samninga og SSF, sem og farið yfir hlutverk trúnaðarmannsins.  Friðbert Traustason fyrrum formaður SSF og framkvæmdastjóri fór yfir efnið af sinni alkunnu snilld og var hópurinn ánægður og mikils vísari eftir daginn.  Hópnum var skipt upp eftir hádegið, þar sem þeir komu sér saman um spurningar til forystu SSF, sem sátu fyrir svörum að hópavinnu lokinni.

Seinni daginn kynntu Rósa Jennadóttir og Margrét Bragadóttir, starfsmenn SSF, sjóði SSF, Styrktar- og Menntunarsjóð, tegund styrkja upphæðir, reglur, nauðsynleg fylgigögn og fl.  Að því loknu tók Ari Skúlason, formaður SSF við keflinu, kynnti stöðuna í kjarasamningum , og var staðan og framhaldið skeggrætt fram og til baka.

Eftir hádegið fengum við í heimsókn Eyþór Eðvarðsson sem leiddi hópinn í gegnum það hvernig á að tækla erfiðu málin sem kunna að koma upp á borð hjá trúnaðarmanni. Eyþór fór yfir þetta á skemmtilegan og lifandi hátt þó málin geti verið erfið, og hvernig „gráu mýsnar“ geta verið þeir starfsmenn sem eru mest ómissandi á hverjum vinnustað.

Námskeið sem þetta er geysilega mikilvægt fyrir trúnaðarmenn, og áríðandi að gera þeim kleift að mæta.  Það er gífurlegur fróðleikur sem felst í þessu námskeiði sem skilar sér á vinnustaðina.  Við vitum að það kann að vera erfitt að missa starfsmann í tvo daga en minnum á að skv. 7. grein í samningi um trúnaðarmenn þá eiga trúnaðarmenn rétt á hæfilegum frítíma á óskertum launum til nauðsynlegrar þátttöku  á námskeiðum og fundum.

Við þökkum trúnaðarmönnum þátttökuna, og samstarfsmönnum umburðarlyndið!

 

 

Search