skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]
BERJUMST FYRIR JAFNRÉTTI

BERJUMST FYRIR JAFNRÉTTI

  • 13. desember, 2017

  SAMKVÆMT LAUNAKÖNNUN SSF 2016 ER „KYNBUNDINN LAUNAMUNUR“ (ÓÚTSKÝRÐUR LAUNAMUNUR KYNJANNA) 11,9%, OG SAMKVÆMT NIÐURSTÖÐU HAGSTOFUNNAR FYRIR ÁRIÐ 2016 ER „LAUNAMUNUR KYNJANNA“ Á ALMENNUM VINNUMARKAÐI 16,1% Á sama tíma og þetta birtist okkur frá tveimur virtum fyrirtækjum, Hagstofunni og Gallup, fá  fjármálafyrirtæki gullmerki Price Waterhouse Coopers og Jafnlaunavottun BSI á Íslandi fyrir launajafnrétti, þar sem fullyrt er að launamunur kynjanna sé innan 3,0% skekkjumarka. Það er alveg útilokað að halda…

Lesa meira
Ertu með ábendingu/fréttaskot

Ertu með ábendingu/fréttaskot

  • 11. desember, 2017

Reglulega berast okkur hjá SSF umfjallanir og ábendingar um það sem aðildarfélög og/eða félagsmenn okkar eru að gera skemmtilegt og fróðlegt. Eins um það hvað félagmennirnir eða vinnustaðirnir í heild eru að fást við hverju sinni. Við viljum hvetja félagsmenn og aðildarfélög til að láta okkur vita um það hvað er að gerast innan okkar raða og eins að segja frá skemmtilegum og fróðlegum hlutum sem gaman væri að fjalla…

Lesa meira

Íslandsbanki gefur tölvubúnað til Sierra Leone

  • 10. desember, 2017

Íslandsbanki gaf á dögunum tölvur og tækjabúnað inn á heimili í Sierra Leone. Tveir starfsmenn Íslandsbanka, Írunn Ketilsdóttir og Brynjar Freyr Jónasson, fóru til Sierre Leone og héldu tölvunámskeið fyrir um 70 manns. Þátttakendur voru á aldrinum 14 til 47 ára en um 50% þátttakenda voru í fyrsta skipti að prófa tölvu. Meðal þátttakenda voru ungar stúlkur af heimili fyrir munaðarlaus börn þar sem áhersla var lögð á að sýna…

Lesa meira
SSF – blaðið komið út

SSF – blaðið komið út

  • 6. desember, 2017

2. tbl. SSF blaðsins 2017 er komið út. Í blaðinu er fjallað um jafnréttismál, launamun kynjanna, fækkun útibúa viðskiptabankanna, nýtt útibú Arion banka í Kringlunni, myntsafn Seðlabankans Þjóðminjasafnsins og sameiginleg formanna- og trúnaðarmannafund SSF svo fátt eitt sé nefnt. Hægt er að skoða vefútgáfu blaðsins hér. Á næstu dögum verður blaðinu dreift á starfstöðvar félagsmanna og helstu biðstofur landsins.

Lesa meira
Undanþága fyrir sameiginlegu seðlaveri

Undanþága fyrir sameiginlegu seðlaveri

  • 6. desember, 2017

Samkeppniseftirlitið hefur fallist á að veita undanþágu til stofnunar og reksturs sameiginlegs seðlavers gegn tilteknum skilyrðum. Hafa samrekstraraðilarnir, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, skuldbundið sig til að fara að skilyrðunum sem fram koma í meðfylgjandi sátt Samkeppniseftirlitsins og bankanna.  Starfsemi seðlavers felst í megindráttum í því að taka við seðlum og mynt frá útibúum, hraðbönkum og öðrum starfsstöðvum viðskiptabanka og sparisjóða, telja og skrá reiðufé, varðveita það, dreifa því til…

Lesa meira

Matsgerð staðfestir forsendubrest

  • 4. desember, 2017

Lífeyrissjóður bankamanna (Hlutfallsdeild) hefur orðið af að minnsta kosti 3 milljörðum króna vegna uppgjörs árið 1997 sé miðað við raunþróun forsendna sem lágu uppgjörinu til grundvallar. Dómkvaddur matsmaður hefur skilað matsgerð um greiðslur aðildarfélaga Eftirlaunasjóðs starfsmanna Landsbankans og Seðlabankans (nú Lífeyrissjóðs bankamanna) vegna samkomulags frá árinu 1997 um uppgjör ábyrgðar þeirra á skuldbindingum lífeyrissjóðsins, sem gert var vegna fyrirhugaðrar hlutafjárvæðingar ríkisbankanna. Niðurstaða matsmanns er að sá mismunur á uppgjöri á…

Lesa meira
Desemberuppbót

Desemberuppbót

  • 20. nóvember, 2017

Desemberuppbót miðað við fullt starf árið 2017 er kr. 86.000,- og skal greiða hana eigi síðar en 15. desember.  Allir félagsmenn á fyrirframgreiddum launum fá desemberuppbótina greidda með launum 1. desember 2017. Fullt ársstarf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof. Uppbótin greiðist eigi síðar en 15. desember ár hvert, miðað við starfshlutfall og starfstíma, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi í 12…

Lesa meira
Breytt landslag í séreignarsparnaði

Breytt landslag í séreignarsparnaði

  • 16. nóvember, 2017

Á vef Almenna lífeyrissjóðsins má finna fræðslugrein um breytt landslag í séreignarsparnaði. Á formanna- og trúnaðaramannafundi SSF í síðustu viku flutti Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, áhugavert erindi sem fjallaði að mestu um sama efni. Greinin er ítarleg og fjallar um kosti og galla séreignarsparnaðar,  mismuninn á viðbótarlífeyrissparnaði, lágmarksséreign, tilgreindri eða bundinni séreign, og hvað þarf að hafa í huga og hvað á að velja? Við hverjum alla til að…

Lesa meira
Banka­kon­ur gáfu 1,6 millj­ón­ir

Banka­kon­ur gáfu 1,6 millj­ón­ir

  • 10. nóvember, 2017

Fréttin er fengin af mbl.is. Það var kátt á hjalla í Ari­on banka þegar kven­pen­ing­ur­inn í bank­an­um hélt konu­kvöld með það mark­mið að safna pen­ing­um fyr­ir kvenna­deild­ir Land­spít­al­ans. Á dag­skrá konu­kvölds­ins var tísku­sýn­ing, góðgerðar­happ­drætti, söng­ur og tónlist en fjöldi fyr­ir­tækja aðstoðaði við fram­kvæmd kvölds­ins, meðal ann­ars með vinn­ing­um fyr­ir happ­drættið. Alls safnaðist ein millj­ón og sex hundruð þúsund krón­ur sem renna óskipt­ar til kvenna­deild­anna. Rakel Ótt­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri upp­lýs­inga­tækni­sviðs Ari­on banka,…

Lesa meira
Skrifstofa SSF lokuð

Skrifstofa SSF lokuð

  • 6. nóvember, 2017

Skrifstofa SSF verður lokuð dagana 7. og 8. nóvember vegna sameiginlegs formanna- og trúnaðarmannafundar. Hægt er að hafa samband við skrifstofuna með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected]. Ef málið þolir ekki bið er hægt að hafa samband við Hilmar í síma 8686988.

Lesa meira
Search