skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]
Sigurður Guðmundsson opnar sýningu í Arion

Sigurður Guðmundsson opnar sýningu í Arion

  • 16. september, 2017

  Einn kunnasti listamaður Íslands, Sigurður Guðmundsson, opnar listasýningu í höfuðstöðvum Arion banka, Borgurtúni 19, laugardaginn 23. september klukkan 13:30. Á sýningunni verður farið yfir feril Sigurðar, allt frá verkum af fyrstu sýningu hans á sjöunda áratugnum til dagsins í dag. Ferill Sigurðar spannar um 40 ár en hann hefur haldið ótal sýningar um allan heim.            

Lesa meira
Ráðstefna um ferðaþjónustu á Íslandi

Ráðstefna um ferðaþjónustu á Íslandi

  • 13. september, 2017

Landsbankinn efnir til haustráðstefnu um stöðu og framtíðarhorfur ferðaþjónustu á Íslandi undir yfirskriftinni Vöxtur í leit að jafnvægi. Ráðstefnan verður haldin í Silfurbergi Hörpu þriðjudaginn 26. september kl. 8.30-11.00. Frá árinu 2010 hafa um sjö milljónir ferðamanna heimsótt Ísland og heildargjaldeyristekjur ferðaþjónustunnar nema um 2.000 milljörðum króna. Mikilvægi ferðaþjónustunnar er óumdeilt en hvert stefnir greinin og hvað er framundan? Þetta ásamt nýrri greiningu Hagfræðideildar Landsbankans eru viðfangsefni ráðstefnunnar og búast…

Lesa meira
Plastlaus september

Plastlaus september

  • 9. september, 2017

SSF tekur þátt í árverkniátakinu Plastlaus september. Átakið er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um ofgnótt og skaðsemi plasts í umhverfinu og benda á leiðir til að draga úr notkun á einnota plasti. SSF hvetur félagsmenn sína og aðra til að taka þátt í Plastlausum september, og vonar að þátttaka í átakinu leiði til minni plastnotkunar til frambúðar. Nýlega senda SSF öllum sínum félagsmönnum margnota innkaupapoka til að auðvelda…

Lesa meira
SSF gefur margnota innkaupapoka

SSF gefur margnota innkaupapoka

  • 25. ágúst, 2017

Stjórn SSF ákvað í lok 80 ára afmælisársins að gefa félagsmönnum sínum margnota innkaupapoka. Vill stjórnin með þessu vekja félagsmenn sína til umhugsunar um þá miklu plastnotkun sem er í heiminum í dag og hversu mikið hagsmunamál það er að draga úr allri plastnotkun. Margnota pokar til innkaupa eru mikilvægt skref í þá átt að draga úr notkun plastpoka og leggja því umhverfisvernd lið. Hver félagsmaður fær tvo poka að…

Lesa meira
Úrslit SSF- keilumótsins

Úrslit SSF- keilumótsins

  • 26. júlí, 2017

SSF mótið í keilu fór fram dagana 15. og 17. maí í Keiluhöllinni í Egilshöll. Mótið var með sama sniði og undanfarin ár, þ.e. spilaðar voru fimm umferðir skv. MONRAD-kerfi þar sem mismunur á skori liðanna ræður stigagjöf. Alls tóku tíu lið þátt á þessu sinni en hvert lið er skipað fjórum leiðsmönnum. Svo fór að Tröllin, lið Landsbankans, sigraði að kvennaflokki og í karlaflokki sigraði lið Arion banka. Nánar…

Lesa meira
Landsbankinn veitir umhverfisstyrki

Landsbankinn veitir umhverfisstyrki

  • 13. júlí, 2017

- Fréttatilkynning- Fimmtán verkefni hlutu umhverfisstyrki úr Samfélagssjóði Landsbankans miðvikudaginn 5. júlí sl. Fimm verkefni fengu 500 þúsund krónur hvert og tíu verkefni 250 þúsund krónur hvert, samtals fimm milljónir króna. Þetta var í sjöunda sinn sem Landsbankinn veitir umhverfisstyrki úr Samfélagssjóði bankans en í ár bárust um 70 umsóknir. Umhverfisstyrkjum Landsbankans er ætlað að styðja við verkefni á sviði umhverfismála og náttúruverndar og dómnefnd leitast við að velja metnaðarfull…

Lesa meira
Sumarlokun skrifstofu SSF

Sumarlokun skrifstofu SSF

  • 5. júlí, 2017

Skrifstofa SSF verður lokuð frá 17. júlí til 4. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks SSF. Hægt er að senda tölvupóst á [email protected], öllum tölvupósti verður svarað. Ef erindið er brýnt er hægt að hringja í síma 7836100 þann tíma sem skrifstofan er lokuð. Umsóknir um styrki í Styrktar- og Menntunarsjóð SSF þarf að senda inn fyrir 15. júlí svo að öruggt sé að þær verði afgreiddar fyrir sumarleyfi, fyrsta afgreiðsla styrkja…

Lesa meira

Aukið framlag í lífeyrissjóð

  • 4. júlí, 2017

Þessa dagana heyrist rætt um auknar greiðslur atvinnurekenda í lífeyrissjóði vegna starfsmanna sinna og eðlilega er spurt hvort þetta gildi líka um okkur félagsmenn í SSF. Svarið er nei. Þessar breytingar eiga eingöngu við um félagsmenn ASÍ sem starfa undir samningum við SA. Núna 1. júlí kom til framkvæmda næst síðasta hækkunin á framlagi atvinnurekenda samkvæmt kjarasamningi og Salek-samkomulaginu. Ætlunin með þessu var að jafna lífeyriskjör á almenna vinnumarkaðnum (ASÍ)…

Lesa meira
RB auglýsir eftir styrktarverkefnum

RB auglýsir eftir styrktarverkefnum

  • 30. júní, 2017

RB auglýsir eftir góðgerðarmálum sem starfsfólk getur veitt lið á á heimasíðunni sinni, www.rb.is. HJá RB gefst starfsfólki kostur á að  leggja sitt af mörkum til góðgerðarmála og geta varið einum vinnudegi á ári í þágu góðs málefnis. Starfsfólk velur sér sjálft málefnið sem það vill veita lið en um er að ræða sjálfboðaliðastörf fyrir góðgerðarfélög, mannúðarsamtök, björgunarsveitir og ýmis önnur góð málefni

Lesa meira
Sparisjóður Suður Þingeyinga veitir samfélagsstuðning

Sparisjóður Suður Þingeyinga veitir samfélagsstuðning

  • 30. júní, 2017

Fréttatilkynning Aðalfundur Sparisjóðs Suður-Þingeyinga var haldinn á Húsavík 2. maí sl. þar kom fram að rekstur sparisjóðsins gekk vel á síðasta ári. Hagnaður fyrir skatta var 83 mkr. skattar tæpar 13 mkr og hagnaður eftir skatta rúmar 70 mkr. Útlán jukust um 250 mkr. á síðasta ári sem er rúmlega 6% aukning frá fyrra ári. Heildareignir Sparisjóðs Suður-Þingeyinga voru í árslok 2016 um 7 milljarðar kr. og bókfært eigið fé…

Lesa meira
Search