skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Banka­kon­ur gáfu 1,6 millj­ón­ir

Banka­kon­ur gáfu 1,6 millj­ón­ir

Fréttin er fengin af mbl.is.

Hild­ur Markús­dótt­ir, Inga Rósa Sig­urðardótt­ir, Guðrún Helga Ham­ar, Andrea Ósk Jóns­dótt­ir og Petra Björk Mo­gensen. Ljós­mynd/​Ozzo Photograp­hy

Það var kátt á hjalla í Ari­on banka þegar kven­pen­ing­ur­inn í bank­an­um hélt konu­kvöld með það mark­mið að safna pen­ing­um fyr­ir kvenna­deild­ir Land­spít­al­ans.
Á dag­skrá konu­kvölds­ins var tísku­sýn­ing, góðgerðar­happ­drætti, söng­ur og tónlist en fjöldi fyr­ir­tækja aðstoðaði við fram­kvæmd kvölds­ins, meðal ann­ars með vinn­ing­um fyr­ir happ­drættið. Alls safnaðist ein millj­ón og sex hundruð þúsund krón­ur sem renna óskipt­ar til kvenna­deild­anna.

Rakel Ótt­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri upp­lýs­inga­tækni­sviðs Ari­on banka, af­henti Ingi­björgu Th. Hreiðars­dótt­ur, yf­ir­ljós­móður göngu­deild­ar mæðravernd­ar og fóst­ur­grein­ing­ar, styrk­inn. Ingi­björg hafði sér­stak­lega á orði að kvenna­deild­irn­ar væru afar háðar frjáls­um fram­lög­um sem oft­ar en ekki kæmu frá kon­um og að á kvöldi sem þessu sæ­ist því vel að kon­ur væru í raun kon­um best­ar.

„Þetta er annað konu­kvöldið sem við stönd­um fyr­ir í Ari­on banka en það fyrsta var fyr­ir fjór­um árum síðan. Allt frá þeim tíma höf­um við rætt um að end­ur­taka leik­inn enda er það frá­bær til­finn­ing að finna sam­taka­mátt­inn þegar svona hóp­ur kem­ur sam­an til að leggja sitt af mörk­um.

Lang­flest okk­ar eiga ein­hverja teng­ingu við kvenna­deild­ir Land­spít­al­ans og stór hluti kvenna bank­ans hef­ur eða mun á ein­hverj­um tíma­punkti nýta sér þjón­ustu deild­anna. Við þurft­um því ekki að hugsa okk­ur lengi um þegar kom að því að ákveða hvernig söfn­un­ar­fénu yrði varið,“ seg­ir Marí­anna Finn­boga­dótt­ir, sér­fræðing­ur í markaðsdeild Ari­on banka, en hún var ein af þeim sem skipu­lagði kvöldið.

Hægt er að skoða frétt og myndir viðburðarins hér.

Search