skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

ÁTT ÞÚ EFTIR SUMARFRÍSDAGA FRÁ FYRRA TÍMABILI?

ÁTT ÞÚ EFTIR SUMARFRÍSDAGA FRÁ FYRRA TÍMABILI?

Tímabilið frá 1. maí – 30. apríl er sá tími sem við ávinnum okkur orlof, svokallað “orlofsár” (grein 4.3.1).  Tímabilið 15. maí – 30. september er svo hinn hefðbundni sumarleyfistími (grein 4.4.1).   Eins og við vitum flest þá hefur skólaárið lengst talsvert sem hefur þær afleiðingar að skólafólk kemur jafnvel seint inn og fer snemma út í skólana aftur. Það getur haft þær afleiðingar að erfitt getur verið að klára sitt sumarfrí innan þessa hefðbundna orlofstíma.

Hitt er líka að margir kjósa að geyma eitthvað af fríinu til að eiga með börnum í vetrarfríum eða fara í svokallaðar “hreyfiferðir”.  Þegar farið er í frí utan orlofstíma, frá 1.október – 14 maí, þá reiknast 25% álag á þá daga (grein 4.4.2).

Vert er taka það fram, að þetta álag á ótekið orlof er ófrávíkjanlegt, og það skiptir engu máli hvort það er ákvörðun félagsmanns að fara í frí á þessum tíma, eða hvort það er vegna þess að vinnuveitandi ákveður að þú getir ekki tekið allt innan hefðbundins orlofstímabils.  Þetta á til að valda ruglingi sem vonandi er eytt hér.

Þá er bara að ákveða hvað skal gera skemmtilegt við þá orlofsdaga sem eftir eru af orlofi.  Vert að er geta þess að það má aðeins geyma orlof á milli ára með sérstöku samþykki við starfsmannastjóra enda sé þá geymt orlof almennt ekki tekið á tímabilinu desember-janúar.   Reglur um orlof má lesa í kafla 4. í kjarasamningi SSF. Kjarasamningur SSF 2022-2024 (Heildarsamningur)

Stjórn og starfsmenn SSF óska ykkur öllum gleðilegra páska.

 

Search