skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Starfsfólk RB safnaði fyrir Mæðrastyrksnefnd

  • 19. desember, 2014

Starfsfólk RB lét gott af sér leiða í desember með því að setja pakka undir jólatréð.  Pakkarnir voru afhentir Mæðrastyrksnefnd sem sér síðan um að koma pökkunum áfram til þeirra sem þurfa á að halda.  Ákveðið var að safna gjöfum handa eldri börnum og unglingum á aldrinum 12- 16 ára en samkvæmt Mæðrastyrksnefnd er þörfin á jólagjöfum brýnust þar.  Auk jólapakkasöfnunar starfsfólks ákvað RB auk þess að styrkja Mæðrastyrksnefnd um…

Lesa meira

Umsóknarfrestur í Styrktarsjóð SSF

  • 3. desember, 2014

Starfsfólk SSF vekur sérstaka athygli á því að frestur til að sækja um úthlutun úr styrktarsjóði fyrir áramót nálgast. Ætli umsækjandi að fá greitt úr sjóðnum fyrir áramót þarf viðkomandi að sækja um fyrir 10. desember en þá rennur fresturinn út fyrir styrktarbeiðnir sem eiga að afgreiðast fyrir áramót. Síðustu greiðslur úr styrktarsjóði SSF á þessu ári fara fram dagana 15.- 19. desember nk. Þær umsóknir sem berast eftir 10.…

Lesa meira

Formanna- og trúnaðarmannafundur SSF 2014: „Gefur góð fyrirheit“

  • 18. nóvember, 2014

Sameiginlegur fundur trúnaðarmanna og formanna aðildarfélaga SSF var haldinn dagana 13. og 14. nóvember sl. á Selfossi. Fundurinn var vel sóttur og sköpuðust miklar umræður á fundinum, einkum um kjaramál starfsmanna fjármálafyrirtækja en unnið var í hópavinnu við undirbúning kjarasamningsviðræðna með sambærilegu fyrirkomulagi og var á  Þjóðfundinum árið 2010. Yfir sjötíu félagsmenn aðildarfélaga SSF sóttu fundinn þar sem farið var yfir horfur komandi kjarasamningsviðræðna, lífeyrismálin, stefnumótun SSF og fleira, en…

Lesa meira

Desemberuppbót 2014

  • 17. nóvember, 2014

Desemberuppbót miðað við fullt starf árið 2014 er kr. 73.600,- og skal greiða hana eigi síðar en 15. desember.  Allir félagsmenn á fyrirframgreiddum launum fá desemberuppbótina greidda með launum 1. desember 2014.  Sjá nánar í 2. grein viðauka frá 2014 vegna framlengingar á kjarasamningi SSF.

Lesa meira

Undirbúningur hafinn vegna kjarasamningsviðræðna

  • 4. nóvember, 2014

Undirbúningur fyrir kjaraviðræður vegna kjarasamningsviðræðna 2015 er kominn á fullt skrið innan vébanda Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Undanfarið hafa farið fram trúnaðarmannafundir hjá aðildarfélögum þar sem kallað hefur verið eftir umræðum um komandi kjarasamningsviðræður og kröfugerð SSF. Þann 13. -14. nóvember nk. fer fram formannafundur SSF á Selfossi, þar sem um 80 félagar  úr stjórnum og trúnaðarmannahópi aðildarfélaga SSF koma saman. Á þeim fundi verður lögð áhersla á stöðu kjarasamningsmála ásamt…

Lesa meira

Greiðsluveitan – Nýtt aðildarfélag SSF

  • 30. október, 2014

Starfsmannafélag Greiðsluveitunnar er nýtt aðildarfélag að SSF en lögum samkvæmt bíður formleg afgreiðsla aðildar staðfestingar á næsta þingi SSF sem haldið verður árið 2016. Starfsmannafélag Greiðsluveitunnar verður, með formlegri inntöku, þrettánda aðildarfélag SSF og bætist í ört stækkandi hóp félagsmanna SSF. Greiðsluveitan er sjálfstætt starfandi einkahlutafélag í eigu Seðlabanka Íslands. Tilgangur félagsins er að starfrækja greiðslukerfi og önnur þjónustukerfi tengd greiðslumiðlun í samræmi við gildandi lög og reglur, þ.á.m. að…

Lesa meira

Miðstjórnarfundur NFU á Íslandi

  • 27. október, 2014

Miðstjórnarfundur Samtaka starfsmanna norrænna fjármálafyrirtækja (NFU) var haldinn í Reykjavík þann 23. okt. sl. SSF hefur verið fulltrúi Íslands sem aðili að NFU frá upphafi en samtökin voru stofnuð árið 1953 sem Norræna bankamannasambandið. Meginhlutverk NFU í dag er að vera sameiginlegur umsagnaraðili aðildarfélaganna gagnvart lagafrumvörpum Evrópusambandsins. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin miðstjórnarstörf þar sem farið var yfir skýrslu um störf stjórnar, strauma og stefnur NFU, aðildargjöld, starfsemisáætlun og kosningu…

Lesa meira

SSF – blaðið er komið út

  • 21. október, 2014

Annað tölublað SSF- blaðsins í ár er komið út. Blaðið er stútfullt af fróðleik, viðtölum, greinum og myndum úr okkar fjölbreytta starfi. Hægt er að nálgast nýjasta tölublað SSF blaðsins á heimasíðu samtakanna, www.ssf.is, með því að smella á eftirfarandi slóð eða undir liðnum „Bókasafn“, þar sem hægt er að nálgast öll tölublöð SSF – blaðsins. Blaðið má nálgast hér: https://www.ssf.is/wpcontent/uploads/2014/10/SSF_Tbl_2_2014_netutgafa.pdf  

Lesa meira

Mínar síður – þitt svæði

  • 21. október, 2014

Búið er að opna fyrir MÍNAR SÍÐUR á heimasíðu SSF. Félagsmenn skrá sig hér eftir inn á mínar síður til að sækja um í sjóði félagsins.  Mínar síður halda utan um umsóknir og sögu félagsmanns. Með tilkomu síðunnar verða umsóknir aðgengilegri fyrir félagsmenn og úthlutunin auðveldari. Hægt er að nálgast Mínar síður ásamt leiðbeiningum um notkun þeirra á vefslóðinni http://minarsidur.ssf.is/login.php og/eða https://www.ssf.is/styrktarsjodur-2/592-2/. Starfsfólk SSF bindur vonir við að þetta auðveldi…

Lesa meira

SSF á Facebook

  • 17. október, 2014

Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja er nú komið á Facebook. Við höfum stofnað Facebook síðu þar sem við munum flytja fréttir af starfi samtakanna, birta myndir úr starfinu og segja frá því sem er í deiglunni. Slástu í hóp með okkur á Facebook á fylgstu með því sem verður að gerast hjá okkur í vetur. Það sem þú þarft að gera er að slá „Samtök starfsmanna Fjármálafyrirtækja“ í leitarstreng Facebook og læka…

Lesa meira
Search