Fundað hjá samninganefnd SSF og SA
Í gær, miðvikudaginn 20. maí, var samningafundur í kjaradeilu SSF og SA, en þá voru liðnar tæpar tvær vikur frá því að SSF lagði fram formlega kröfugerð í 19 liðum, en áður höfðu aðilar rætt saman á nokkrum fundum. Því miður þokast almennar kjaraviðræður hægt en líkt og landsmenn sáu í fréttatíma RÚV í gær þá lýsir Magnús Pétursson, ríkissáttasemjari, núverandi ástandi á vinnumarkaði sem því versta í áraraðir. Magnús…