skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Tíðindalítill fundur hjá Ríkissáttasemjara

  • 27. ágúst, 2015

Fyrsta fundi í kjaradeilu Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) og Samtaka atvinnulífisins hjá Ríkissáttasemjara lauk nú rétt eftir hádegið í dag (fimmtudaginn 27.08.2015). Fundinum lauk án niðurstöðu en deiluaðilar skiptust á upplýsingum og fóru yfir þann hnút sem kjaradeilan er í. Búið er að boða annan fund á morgun þar sem búast má við því að deiluaðilar leggi fram nánari útreikning en enn sem komið er hefur viðræðunefnd SSF eingöngu fengið…

Lesa meira

Fyrsti fundur hjá Ríkissáttasemjara í kjaradeilu SSF og SA

  • 26. ágúst, 2015

Boðað hefur verið til fyrsta fundar í kjaradeilu SSF og SA á morgun, fimmtudag, í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Samninganefnd SSF ákvað í síðustu viku að vísa kjaradeilunni til Ríkissáttasemjara eftir nokkuð stíf fundahöld. Í framhaldi af þeirri fundarröð sagði Friðbert Traustason, formaður SSF, tilboð SA vera óásættanlegt eins og það var fram lagt, og þar sem að deilunni miðaði ekkert áfram hefði í raun ekki verið neitt annað í stöðunni en…

Lesa meira

Framkvæmdastjóraskipti hjá Lífeyrissjóði bankamanna

  • 25. ágúst, 2015

Nýr framkvæmdastjóri, Tryggvi Tryggvason, hefur verið skipaður hjá Lífeyrissjóði bankamanna og mun hann hefja störf í september 2015. Tryggvi er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og með MSc gráðu í fjármálum frá University of Strathclyde í Glasgow.  Hann hefur jafnframt lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Tryggvi er með 15 ára starfsreynslu úr fjármála- og bankageiranum og starfaði lengst af hjá Landsbankanum og dótturfélögum hans, m.a. sem forstöðumaður markaðsviðskipta, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóðasviðs, framkvæmdastjóri Landsbankans…

Lesa meira

Deilu SSF vísað til Ríkissáttasemjara

  • 20. ágúst, 2015

Samninganefnd Samtaka starfsmanna fjáramálafyrirtækja (SSF) ákvað í morgun að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til Ríkissáttasemjara. Stíf fundahöld hafa staðið yfir að undanförnu en ekkert hefur þokast áfram í viðræðum aðila. Friðbert Traustason, formaður SSF, segir tilboð SA „algjörlega óásættanlegt“ og langt undir því sem aðrir hópar hafi samið um að undanförnu. „Okkur er boðið 15% á meðan gerðardómur hefur nýlokið við að úrskurða hópum opinberra starfsmanna allt að…

Lesa meira

Kjaraviðræður nálgast þáttaskil

  • 18. ágúst, 2015

Næsti fundur Samninganefnda SSF og SA er boðaður á morgun, miðvikudaginn 19. ágúst, klukkan 10:30. Nú liggur fyrir Gerðardómur um kjarasamninga BHM og hjúkrunarfræðinga. Dómurinn fyrir BHM nær aðeins til rúmlega tveggja ára, en hjúkrunarfræðinga til tæplega fjögurra ára. Upphafshækkun í báðum samningunum er rúmlega sjö prósent, óháð því hvort laun eru há eða lág. Engin ákvæði eru um „baksýnisspegla“ eins og eru í kjarasamningum ASÍ-félaga við SA, enda eru…

Lesa meira

Kjaraviðræður aftur í gang

  • 10. ágúst, 2015

Eins og fram kom í frétt frá SSF í byrjun júlí hafa kjaraviðræður gengið hægt. Ríkissáttasemjari lokaði húsi sínu fyrir kjaraviðræðum seinnipartinn í júlí og fyrstu viku ágúst (nema ÍSAL).  Samninganefndir SSF og SA (fjármálafyrirtækjanna) voru einnig meira eða minna í orlofi þessar sömu vikur. Þrátt fyrir orlof hafa oddvitar samninganefnda átt samtöl um kjarasamningana, en afstaða aðila hefur ekkert breyst (sjá frétt 3.7.2015).  Samninganefnd SSF bíður enn eftir útreikningum…

Lesa meira

Lokað vegna sumarleyfa 20-31. júlí

  • 6. júlí, 2015

Kæru félagsmenn Vegna sumarleyfa starfsmanna verður skrifstofa SSF lokuð dagana 20. júlí til og með 31. júlí.  Þrátt fyrir það verður öllum tölvupóstum svarað eins fljótt og unnt er. Síðasta afgreiðsla í Styrktarsjóði SSF fyrir sumarleyfi verður þann 15. júlí og fyrsta afgreiðsla eftir sumarleyfi verður 14. ágúst. Starfsfólk SSF

Lesa meira

Kjaraviðræður ganga hægt

  • 3. júlí, 2015

Samninganefndir SSF og SA funduðu í húsakynnum Ríkissáttasemjara fimmtudaginn 25. júní.  Á þeim fundi kom skýrt í ljós hjá báðum samningsaðilum að kjarasamningarnir sem gerðir voru í maí/júní með ,,baksýnisspeglum“, ,,launaþróunartryggingu“ og mismunandi prósentuhækkunum launa eftir því hvort félagsmenn taka laun samkvæmt launatöflu SSF eða ekki ganga ekki.  Sá munur getur numið allt að 5% í launahækkunum á samningstímanum.  Undir slíka mismunun á kjörum félagsmanna með sömu heildarlaun, í töflu…

Lesa meira

Kjaraviðræður SSF og SA

  • 24. júní, 2015

Eins og alþjóð veit voru kjarasamningar um 50 þúsund félagsmanna innan raða ASÍ samþykktir með miklum meirihluta í arfaslakri kosningaþáttöku (innan við 20% tóku þátt). Flest félög iðnaðarmanna hafa einnig skrifað undir sambærilega kjarasamninga og sett þá í atkvæðagreiðslu. Sama gildir um hjúkrunarfræðinga, og BHM á í viðræðum áður en Gerðardómur tekur völdin af þeim þann 1. júlí n.k. Samninganefndir SSF og SA munu funda í húsakynnum Ríkissáttasemjara á morgun,…

Lesa meira

Arion banki hlýtur Jafnlaunavottun VR

  • 20. júní, 2015

Arion banki hefur fengið Jafnlaunavottun VR og er þar með fyrstur íslenskra banka til að hljóta þessa vottun. Bankinn hefur þar með fengið staðfestingu á því að búið sé að kerfisbinda launaákvarðanir og að hann sé með jafnlaunakerfi samkvæmt kröfum ÍST 85:2012. Kerfið mun tryggja að starfsfólki sem vinnur sömu eða jafnverðmæt störf sé ekki mismunað í launum. „Það er afskaplega ánægjulegt en ekki síður mikilvægt þegar stór banki á…

Lesa meira
Search