Tíðindalítill fundur hjá Ríkissáttasemjara
Fyrsta fundi í kjaradeilu Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) og Samtaka atvinnulífisins hjá Ríkissáttasemjara lauk nú rétt eftir hádegið í dag (fimmtudaginn 27.08.2015). Fundinum lauk án niðurstöðu en deiluaðilar skiptust á upplýsingum og fóru yfir þann hnút sem kjaradeilan er í. Búið er að boða annan fund á morgun þar sem búast má við því að deiluaðilar leggi fram nánari útreikning en enn sem komið er hefur viðræðunefnd SSF eingöngu fengið…