skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Fordæmalaus tillaga SA

  • 22. mars, 2016

Í gær, mánudaginn 21. mars, barst samninganefnd SSF tillaga frá Samtökum atvinnulífsins (SA) um hvernig uppfylla megi endurskoðunarákvæði 8. gr. kjarasamnings SSF.  Í þeirri tillögu er blandað saman alls óskyldum málum svo sem réttindum sem félagsmenn SSF hafa áunnið sér undanfarna áratugi, meðal annars lífeyrismál.  Af hendi samninganefndar SSF er ekki til umræðu að gera neinar slíkar breytingar á áunnum réttindum enda er endurskoðunarákvæðið skýrt og þær kjarabætur sem það tryggir…

Lesa meira

Niðurstöður kjarakönnunar SSF

  • 16. mars, 2016

Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) lét framkvæma kjarakönnun í febrúar sl.  Samkvæmt könnuninni í ár kemur í ljós að kynbundinn launamunur er viðvarandi innan fjármálageirans. Vinnuálag eykst að mati félagsmanna, fjöldi greiddra yfirvinnustunda fer fækkandi, fastlaunasamningum fer fjölgandi og ánægja á vinnustað heldur áfram að hækka frá því árið 2013. Þá staðfesta niðurstöður að launaviðtöl skili árangri.      Um kjarakönnun SSF SSF hefur á þriggja ára fresti látið framkvæma kjarakönnun á meðal…

Lesa meira

Ný stjórn SSF

  • 12. mars, 2016

Þingi Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) lauk í gær, föstudaginn 11. mars, á Selfossi. Þingfulltrúar voru sammála um að þingið hafi lukkast vel í alla staði. Á síðari degi þingsins voru samþykktar fjölmargar ályktanir SSF og kosning nýrrar stjórnar fór fram svo fátt eitt sé nefnt. Á næstu dögum verða birtar fréttir um afgreiðslur ályktanna og fleira. Stjórnarkjör Kosin var ný stjórn SSF fyrir starfstímabilið 2016 – 2019. Þau Andrés Erlingsson frá…

Lesa meira

46. Sambandsþing SSF sett

  • 11. mars, 2016

Þingsetning 46. sambandsþings Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja var í gær, fimmtudaginn 10. mars, á Selfossi. Anna Karen Hauksdóttir, 1. varaformaður SSF, setti þingið og bauð þingfulltrúa aðilarfélaga SSF velkomna. Anna Karen setti þingið í fjarveru Friðberts Traustasonar, formanns SSF, sem gat ekki setið þingið sökum veikinda. Þinginu lýkur svo í dag, föstudaginn 11. mars, að lokinni kosningu stjórnar og afgreiðslu ályktanna.        

Lesa meira
SSF mótið í keilu – Skráning

SSF mótið í keilu – Skráning

  • 3. mars, 2016

SSF – mótið í keilu verður haldið í Egilshöll dagana 9. og 11. maí kl. 18:00. Leikið verður tvö kvöld. Fyrra kvöldið verða leiknir þrír leikir og tveir leikir síðara kvöldið ásamt verðlaunaafhendingu og veitingum. Mótið verður með sama sniði og undanfarin ár, þ.e. spilaðar verða fimm umferðir skv. MONRAD-kerfi þar sem mismunur á skori liðanna ræður stigagjöf. Keppt verður í 4ra manna liðum í karla- og kvennaflokki. Blönduð lið…

Lesa meira

Framboð til stjórnar SSF 2016-2019

  • 21. febrúar, 2016

Framboðsfrestur til stjórnar SSF fyrir starfstímabilið 2016 – 2019 rann út þann 9. febrúar sl. Fjórir gefa kost á sér til 2. varaformanns. Kosið verður á þingi SSF sem fer fram dagana 10. – 11. mars nk. Kjörgengir til stjórnar eru allir fullgildir félagsmenn SSF (allir sem ráðnir eru til lengri tíma en fjögurra mánaða). Stjórn SSF skipa 11 félagsmenn og skal kjósa formann, 1. og 2. varaformann hvern fyrir…

Lesa meira

Samninganefndir SSF og SA funda í byrjun mars

  • 20. febrúar, 2016

Eins og fram kemur í frétt á heimasíðu SSF þann 25. janúar s.l. þá óskaði samninganefnd SSF eftir fundi með viðsemjendum á grundvelli bókunar (grein 8 í kjarasamningi SSF/SA) um „samningsforsendur“. Formenn samninganefnda SSF og SA ræddu framhald máls í gær og ákváðu að yfirfara forsendur betur hver í sínum hópi, en hittast á formlegum samningafundi í byrjun mars n.k. Í lok febrúar mun niðurstaða úr allsherjaratkvæðagreiðslu ASÍ-félaga liggja fyrir,…

Lesa meira

Framboð til stjórnar SSF 2016-2019

  • 19. febrúar, 2016

Framboðsfrestur til stjórnar SSF fyrir starfstímabilið 2016 – 2019 rann út þann 9. febrúar sl. Fjórir gefa kost á sér til 2. varaformanns. Kosið verður á þingi SSF sem fer fram dagana 10. – 11. mars nk. Kjörgengir til stjórnar eru allir fullgildir félagsmenn SSF (allir sem ráðnir eru til lengri tíma en fjögurra mánaða). Stjórn SSF skipa 11 félagsmenn og skal kjósa formann, 1. og 2. varaformann hvern fyrir…

Lesa meira

Lokadagur launakönnunnar – 19. feb.

  • 17. febrúar, 2016

Lokadagur launakönnunar er næstkomandi föstudag, 19. febrúar.  Allir sem taka þátt fara í happdrættispottinn og eiga möguleika á veglegum vinning. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir félagsmenn SSF þátttaka sé góð. Allir félagsmenn ættu að hafa fengið umslag vegna þessa, í umslaginu er  blað með vefslóð og lykilorði. Á engan hátt er hægt að rekja svör til viðkomandi félagsmanns eða fyrirtækis. Framkvæmd könnunarinnar er í höndum Gallup. Gott er að hafa síðasta launaseðil við hendina…

Lesa meira

Launakönnun SSF – Happdrætti framlengt

  • 12. febrúar, 2016

Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) hefur hafið launakönnun á meðal félagsmanna SSF. Allir félagsmenn ættu að hafa fengið umslag vegna þessa, í umslaginu er  blað með vefslóð og lykilorði. Á engan hátt er hægt að rekja svör til viðkomandi félagsmanns eða fyrirtækis. Framkvæmd könnunarinnar er í höndum Gallup. Lykilorðið að launakönnuninni gildir sem happdrættisnúmer og verða 20 vinningar dregnir út, hver að fjárhæð 80.000 kr. Búið er að framlengja frestinn til að svara og þar…

Lesa meira
Search