skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Uppsagnir hjá Landsbankanum: „Ömurlegar fréttir“

Uppsagnir hjá Landsbankanum: „Ömurlegar fréttir“

43 starfsmönnum Landsbankans var sagt upp störfum í gær. Þrjátíu þeirra störfuðu í höfuðstöðvum bankans í Austurstræti og að auki fengu allir starfsmenn útibúsins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar uppsagnarbréf.

„Þetta eru ömurlegar fréttir ofan á allt það sem á hefur gengið undanfarin fjögur ár,“ sagði  Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja í viðtali við fréttamann Vísi.is í gær. Þar sagði hann jafnframt að frá því í hruninu hafi fjármálafyrirtæki fækkað starfsfólki um þriðjung eða um ríflega 2.000 manns.

„Ég hélt að mesta umrótið væri búið eftir hrunið en svo fær maður fréttir á borð við þetta reiðarslag,“ segir Friðbert. „Það er varla hægt að halda kerfinu gangandi ef fyrirtækin taka upp á því að halda áfram að fækka fólki.“

Hann segir að uppsagnirnar komi auðvitað langverst við þá sem verða fyrir þeim.

Lesa má fréttina í heild sinni inn á Vísi.is, http://www.visir.is/-helt-thad-versta-yfirstadid-/article/2015701309936

Search