skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]
JÁRN Í JÁRN Í SAMNINGAVIÐRÆÐUM

JÁRN Í JÁRN Í SAMNINGAVIÐRÆÐUM

  • 10. janúar, 2023

Ágætu félagsmenn SSF Við höfum nú átt þrjá formlega samningafundi í Karphúsinu undir stjórn Sáttasemjara og eftirtekjan er lítil. Það sem okkur stendur til boða samkvæmt formlegu tilboði dagsett þann 9. janúar 2023 er 6,75% launahækkun þó að hámarki kr. 66.000. Þetta þýðir að öll laun fyrir ofan 978 þús. kr. myndu hækka um minna en 6,75%. Að mati samninganefndar SSF væri hér um að ræða ca. 5,6 – 5,8%…

Lesa meira
FUNDAÐ MEÐ SAMNINGSAÐILUM

FUNDAÐ MEÐ SAMNINGSAÐILUM

  • 4. janúar, 2023

Gleðilegt ár kæru félagsmenn, Samninganefnd SSF átti fund með SA, SFF og mannauðsstjórum fjármálafyrirtækjanna í morgun (miðvikudag 4. janúar) um endurnýjun kjarasamnings. Fundurinn stóð í u.þ.b. tvo og hálfan tíma og viðruðu báðir aðilar hugmyndir sínar um gerð skammtímasamnings í ætt við þá sem voru gerðir í desember. Annar fundur verður haldinn á morgun, fimmtudag, og mun þá koma í ljós hvort hægt verður að ljúka gerð kjarasamnings á tiltölulega…

Lesa meira
BRÁÐUM KOMA BLESSUÐ JÓLIN

BRÁÐUM KOMA BLESSUÐ JÓLIN

  • 23. desember, 2022

Stjórn og starfsmenn SSF óska félagsmönnum öllum og fjölskyldum ykkar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Við þökkum samstarfið á árinu sem er að líða og hlökkum til að vinna með ykkur á nýja árinu. Njótið hátíðarinnar í faðmi fjölskyldunnar hvort sem er við útivist, lestur, spil eða annað skemmtilegt. Inn á milli yrðu smáfuglarnir glaðir að fá eitthvað í gogginn í kuldanum.

Lesa meira
UNDIRBÚNINGSFUNDUR MEÐ SÁTTASEMJARA

UNDIRBÚNINGSFUNDUR MEÐ SÁTTASEMJARA

  • 21. desember, 2022

Formenn og framkvæmdastjóri SSF áttu undirbúningsfund með Sáttasemjara og aðstoðarsáttasemjara að morgni þann 21. desember. Þar kynntum við stöðu mála innan okkar raða og helstu áherslumál SSF í komandi viðræðum. SSF hafði leitað eftir viðræðum við fjármálafyrirtækin áður en lokaviðræður um kjarasamning myndu hefjast, en þeirri beiðni var hafnað og okkur tilkynnt að SA myndu leiða viðræðurnar. Stjórn SSF ákvað því að vísa málinu til Sáttasemjara. Sáttasemjari mun nú ræða…

Lesa meira
KJARASAMNINGAR FÉLAGSMANNA ASÍ LANGT KOMNIR – HVAÐ MEÐ SSF?

KJARASAMNINGAR FÉLAGSMANNA ASÍ LANGT KOMNIR – HVAÐ MEÐ SSF?

  • 14. desember, 2022

Kjarasamningar félagsmanna ASÍ á almennum markaði eru langt komnir. Með þeim samningum sem gerðir voru í vikunni er búið að ljúka kjarasamningum fyrir um 80.000 launamenn á almenna markaðnum.  Það kemur svo í ljós fyrir jól hvort þeir verða samþykktir. Þessir samningar eru til skamms tíma, með gildistíma frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024. Nýgerðir samningar iðnaðar-, verslunar- og skrifstofufólks eru ákveðin fyrirmynd að skammtímasamningi fyrir árið 2023…

Lesa meira
STYRKTARSJÓÐUR – HVENÆR MÁ SÆKJA UM Í SJÓÐINN?

STYRKTARSJÓÐUR – HVENÆR MÁ SÆKJA UM Í SJÓÐINN?

  • 9. desember, 2022

Reglulega berast okkur á skrifstofunni fyrirspurnir fyrir hvaða tíma þurfi að vera búið að senda til að fá umsóknir afgreiddar. Til að útskýra það skal áréttað að við afgreiðslu styrkja úr Styrktarsjóði SSF er ekki miðað við almanaksár heldur skoðuð úthlutun styrkja á síðustu tólf mánuðum. Í lok árs berast fleiri umsóknir í sjóðinn en á öðrum tímum árs, sem er allt í lagi, en með vísan í ofangreint þá…

Lesa meira
FYRSTI KJARASAMINGUR VETRARINS

FYRSTI KJARASAMINGUR VETRARINS

  • 5. desember, 2022

Eins og flestir hafa eflaust séð náði Starfsgreinasambandið, SGS (án Verkalýðsfélags Grindavíkur og Eflingar) að landa kjarasamningi sl. laugardag. Samningurinn byggir á krónutöluhækkunum og er til skamms tíma. Stóru tíðindin eru kannski þau að  hann gildir frá þeim tíma sem sá eldri rann út, þ.e. frá 1. nóvember. Bæði formenn Eflingar og VR hafa lýst vanþóknun sinni á þessum samningi sem talsmenn SA telja að geti orðið fyrirmynd annarra samninga.…

Lesa meira
SAMNINGAR GANGA HÆGT

SAMNINGAR GANGA HÆGT

  • 25. nóvember, 2022

Það fór væntanlega ekki framhjá neinum að vaxtahækkunin 23. nóvember hafði mjög mikil áhrif á samningaviðræður á vegum sáttasemjara. Bæði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) og formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur (VR) voru sammála um að vaxtahækkunin hefði stöðvað góðan gang í viðræðum og að þeim verði væntanlega slitið. Trúi því  hver sem vill, kærleikar hafa ekki verið miklir við borðið fram að þessu. Þetta mun væntanlega tefja málin eitthvað, en það er…

Lesa meira
DESEMBERUPPBÓT 2022

DESEMBERUPPBÓT 2022

  • 21. nóvember, 2022

Desemberuppbót miðað við fullt starf árið 2022 er kr. 98.000,- og skal greiða hana eigi síðar en 15. desember. Allir félagsmenn á fyrirframgreiddum launum fá desemberuppbótina greidda með launum 1. desember 2022.  Fullt ársstarf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof sbr. grein 1.6.1 í kjarasamningi. Uppbótin greiðist eigi síðar en 15. desember ár hvert, miðað við starfshlutfall og starfstíma, öllum starfsmönnum sem verið hafa…

Lesa meira
Samhentur hópur á Formanna- og trúnaðarmannafundi

Samhentur hópur á Formanna- og trúnaðarmannafundi

  • 11. nóvember, 2022

Stjórn SSF, forystumenn aðildarfélaga og fjöldi trúnaðarmanna kom saman á formannafundi á Hótel Örk í gær fimmtudag til þess að móta kröfur samtakanna í komandi kjarasamningum. Undirbúningur kjarasamninga hófst á þingi samtakanna í mars sl. og síðan hafa málin verið unnin áfram á vettvangi stjórnar SSF. Nú verður unnið úr niðurstöðum formannafundarins og endanlegar kröfur mótaðar. Stjórn SSF stefnir að kynningarfundi fyrir félagsmenn á næstu vikum um kröfur og komandi…

Lesa meira
Search