skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - ssf@ssf.is

Starfsmannavelta ráði för í stað uppsagna

Starfsmannavelta ráði för í stað uppsagna

Friðbert Traustason

Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF), hefur áhyggjur af hraðri þróun í fækkun starfsfólks hjá viðskiptabönkunum. SSF hefur reglulega fjallað um fækkun starfsfólks hjá bönkunum en á undanförnum árum hefur útibúum viðskiptabankanna fækkað verulega. Í árslok 2008 voru 146 útibú viðskiptabanka starfrækt en þeim hefur fækkað jafnt og þétt niður í 84 útibú eins og þau voru í árslok 2017.  Sú þróun hefur haldið áfram í ár.   Á undanförnum tíu árum hefur starfsfólki og útibúum banka og sparisjóða fækkað um tæplega helming.

Friðbert segir að uppsagnir í bönkum bitni langmest á konum með háan starfsaldur og hafa samtökin beitt sér fyrir því að bankarnir láti starfsmannaveltuna ráða fækkun, frekar en eiginlegar uppsagnir.

„Flestar þeirra eru með mjög langan starfsaldur og hafa gert bankastörf að ævistörfum, unnið í 30 plús, mínus, ár og eru svo sem ekkert á mjög auðveldum aldri upp á vinnumarkaðinn. Oft eru þær á aldrinum 50-60 ára gamlar. Þannig að þetta hefur bitnað alveg ofboðslega mikið á þeim hópi,“ sagði Friðbert í viðtali við fréttastofu RÚV sl. þriðjudag. Á neðangreindum hlekk má sjá fréttaumfjöllun RÚV um málið:

V: Uppsagnir bitna mest á konum með reynslu

 

Search