skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Starfsfólk RB safnaði peningum handa flóttafólki í desember

Starfsfólk RB safnaði peningum handa flóttafólki í desember

Starfsfólk RB lét gott af sér leiða í desember með því að safna peningum handa flóttafólki.  sofnun_raudi_krossinn_rbAlls söfnuðust 162.000 krónur og var upphæðin afhent Rauða krossinum sem sér síðan um að koma peningunum áfram til þeirra sem þurfa á að halda.  Ákveðið var að safna pening handa flóttafólki enda þörfin brýn miðað við ástandið í heiminum í dag.  Fjáröflunin fór að mestu fram með sölu kókostoppa, prjónaðra ullarhúfa og frjálsum framlögum í styrktarbauk sem staðsettur var í móttöku fyrirtækisins.

„Það er ótrúlega gaman að geta lagt svona góðu málefni lið enda stendur það nálægt hjarta mínu.  Mikil stemming hefur verið hér innanhúss í kringum söfnunina.  Vonandi mun þetta framtak koma að góðum notum þar sem þess er mest þörf.“ segir Þórunn Berglind Grétarsdóttir, starfsmaður í mötuneyti RB og aðal forsprakki söfnunarinnar.

Search