skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Kaffi og könnun – góð blanda!

Kaffi og könnun – góð blanda!

Kæru félagsmenn, nú erum við að detta inn í helgina sem felur vonandi í sér einhverja skemmtilega viðburði, útivist, fjölskylduhittinga eða bara slökun og rólegheit. Hvað er þá betra en að hella upp á einn góðan kaffi, draga fram umslagið með launakönnuninni, láta fara vel um sig og svara henni! Það tekur ekki nema 10-15 mínútur að svara, svona svipaðan tíma og það tekur að klára kaffið úr bollanum. 😊 Ekki skemmir að mögulega ertu að vinna í happdrættinu í leiðinni (mundu að geyma bréfið)!

Minnum enn og aftur á mikilvægi þess að svara könnuninni. Tilgangurinn er í stórum dráttum tvíþættur. Annarsvegar eru niðurstöður notaðar til þess að uppfæra launareiknivélina á heimasíðu SSF svo þið getið borið ykkur saman við aðra í sambærilegum störfum og nýtt ykkur í næsta launaviðtali og hinsvegar er þetta mikilvægt í næstu kjarasamningum. Stöndum því saman, svörum öll, þannig fáum við besta sýn á stöðuna!

Ef svo ólíklega vill til að einhver á enn eftir að fá launakönnunina í hendur, endilega sendið okkur línu á [email protected] og við bregðumst við því svo fljótt sem auðið er.

Search