skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Er vinnumarkaðurinn vaknaður? Fundur á Hilton

Er vinnumarkaðurinn vaknaður? Fundur á Hilton

Daginn, daginn,

Næstkomandi þriðjudag 8 mars kl. 12.00 á Hilton Reykjavík, Nordica (2 hæð, salur H), stendur Kvenréttindafélag Íslands fyrir viðburði undir nafninu “Er vinnumarkaðurinn vaknaður? #MeToo og lægri þröskuldur”.

Þetta er hádegisfundur haldinn af nokkrum stéttarfélögum þar á meðal SSF ásamt Kvenréttindafélagi Íslands í tilefni baráttudags kvenna þann 8. mars.

Gert er ráð fyrir að fundurinn standi í 1 klst og 15 mínútur svo það er um að gera að skreppa og taka þátt.

Ef þið skoðið vefsíðu “Kvenréttindafélags Íslands” og farið þar undir viðburði, þá kemur hann upp og þið getið skoða betur.

Á dagskrá: 
*Helga Hlín Hákonardóttir, meðeigandi og ráðgjafi hjá Strategíu ehf. Er #metoo orðsporsáhætta fyrir atvinnulífið – eða eitthvað annað og meira?
*Linda Rós Eðvarðsdóttir, doktorsnemi. Reynsla erlendra kvenna af vinnustaðatengdu ofbeldi (Immigrant women’s experiences of employment based violence).
*Edda Falak, þáttastjórnandi hlaðvarpsins Eigin konur. Hlutverk aktívista og áhrif frásagna (the role of activists and the power of storytelling).
*Sóley Tómasdóttir, kynja- og fjölbreytileikafræðingur. Þeir elska okkur einar en hata okkur saman (They love us alone but they hate us together).

Fundurinn er öllum opinn!

 

 

Search