skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Staða kjaraviðræðna SSF og SA(SFF)

Staða kjaraviðræðna SSF og SA(SFF)

Fulltrúar úr samninganefndnum SSF og SA(SFF) funduðu í húsakynnum SSF miðvikudaginn 13. febrúar. Mest var rætt um vinnutíma þar sem markmiðið er að stytta virkan vinnutíma með sveigjanleika sem nýtist bæði starfsmanni og fyrirtækinu. Einnig var rætt um fastlaunasamninga, en það er ljóst að slíkir samningar eru túlkaðir á mjög mismunandi máta innan fyrirtækja og einnig milli fjármálafyrirtækjanna. Margir starfsmenn koma kjaralega illa undan þessum samningum þar sem yfirvinna fer langt umfram þau mörk sem rædd voru við gerð ráðningarsamnings og umfram yfirvinnan er ekki greidd.

Nú er ljóst að Samtök atvinnulífsins (SA) hafa lagt fram tilboð um launahækkanir til næstu þriggja ára. Tilboðið hljóðar uppá 2,5% hækkun ár hvert 2019-2021, en að laun undir 600.000 krónum hækki um kr. 20.000 á mánuði ár hvert. Almennt hafa verkalýðsfélög hafnað þessu tilboði.

Næsti samningafundur SSF og SA(SFF) er á dagskrá fimmtudaginn 21. febrúar.

Search