skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Keilumót SSF í haust

Keilumót SSF í haust

Það hefur ekki farið framhjá neinum keiluáhugamanni innan bankakerfisins að keilumót SSF fór ekki fram á síðasta ári vegna ástandsins í þjóðfélaginu og samkomutakmarkana vegna COVID-19.

Vonir stóðu til að með vorinu 2021 væri búið að bólusetja meira en helminginn af þjóðinni og þar með komið hjarðónæmi meðal Íslendinga. Þess vegna var áætlun um að halda keilumótið í maí.

En þetta bjartsýniskast okkar var slegið niður þegar hin svokallaða fjórða bylgja skall á okkur með tilheyrandi samkomutakmörkunum og fréttum af því að afhending á bóluefnis seinki.

Við höfum því tekið keilumót í maí 2021 af dagskrá. Ekki er forsvaranlegt að halda fjölmennt keilumót á þessum tvísýnu tímum. En við stefnum á ný á keilumót í haust, september eða október.

Tilkynning verður send út þegar nær dregur og ástand í þjóðfélaginu kemst í eðlilegt ástand.

Virðingarfyllst,
Keilunefnd SSF

Search