skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

EIGA SUMARSTARFSMENN EINHVERN RÉTT Á STYRKJUM ÚR SJÓÐUM SSF ?

EIGA SUMARSTARFSMENN EINHVERN RÉTT Á STYRKJUM ÚR SJÓÐUM SSF ?

Við fáum oft þessa spurningu og stutta svarið er já, en með umsókn á ssf.is/mínar síður þarf að passa upp á að hafa staðfestingu á því að viðkomandi sé sumarstarfsmaður þegar sótt er um í Menntunarsjóðinn. Mikilvægt er að hafa þetta með til að stytta biðtíma eftir útgreiðslu styrks. Einnig þarf að hafa með staðfestingu á námi, og gilda greiðslukvittun. Það má vera millifærsla í banka ef fram kemur hver greiðir og hver er viðtakandi. Við tökum ekki reikning sem gilda kvittun nema það komi skýrt fram á honum að hann sé greiddur.

Menntunarsjóður:
Sumarstarfsmenn eða aðrir lausráðnir félagsmenn sem starfa samfellt í 6 mánuði eða styttra geta sótt um eftirfarandi styrk:
Greiddur er styrkur sem nemur allt að 80% af námskeiðsgjöldum, að hámarki kr. 30.000,- á hverju almanaksári.

Styrktarsjóður:
Sumarstarfsmenn geta sótt um þá styrki sem eru í boði, en þurfa að hafa nýtt þjónustuna á starfstíma sínum. Það er því ekki hægt að senda inn kvittanir sem dagsettar eru utan þess tíma.

Á heimasíðu SSF má sjá nánari upplýsingar um báða sjóðina með því að smella á linkinn hér fyrir neðan. Í leiðinni er upplagt að skoða annað efni en þarna er að finna ýmsan fróðleik, því starf stéttarfélaga snýst auðvitað um svo miklu meira en styrki.   Bendum við m.a. á kjarasamninginn undir liðnum “Kjaramál” og síðustu launakönnun sem gerð var í október 2021, en  hana er að finna undir liðnum “Útgáfa”.

Við fáum líka veður af því að sumarstarfsmenn viti alls ekki af þesssum rétt sínum og því hvetjum við alla til að hnippa í þá og benda þeim á það og þessa frétt.

Við bjóðum sumarstarfsmenn velkomna til starfa og sem félagsmenn í stéttarfélagið SSF.

Óskum einnig félagsmönnum öllum gleðilegs þjóðhátíðardags á morgun 17. júní og minnumst þess að sjálfstæði Íslands fékkst ekki baráttulaust, ekki ólíkt því sem við þekkjum úr sögu stéttarfélaga. 😊 Njótið dagsins!

 

Search