skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Deilu SSF vísað til Ríkissáttasemjara

Deilu SSF vísað til Ríkissáttasemjara

Samninganefnd Samtaka starfsmanna fjáramálafyrirtækja (SSF) ákvað í morgun að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til Ríkissáttasemjara. Stíf fundahöld hafa staðið yfir að undanförnu en ekkert hefur þokast áfram í viðræðum aðila.

Friðbert Traustason, formaður SSF, segir tilboð SA „algjörlega óásættanlegt“ og langt undir því sem aðrir hópar hafi samið um að undanförnu. „Okkur er boðið 15% á meðan gerðardómur hefur nýlokið við að úrskurða hópum opinberra starfsmanna allt að 25% launahækkun. Þetta er vitaskuld óásættanlegt og deilunni miðar ekkert áfram heldur þvert á móti og því ekkert annað í stöðunni en að vísa deilunni til Ríkissáttasemjara og undirbúa baklandið fyrir frekari aðgerðir“ segir Friðbert.

 

Search