skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Norræna módelið í upplausn

Norræna módelið í upplausn

NFU ráðstefnan 2017: Norræna módelið í upplausn

Nú líður brátt að ráðstefnu Norrænna samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (NFU): „Norræna módelið í upplausn – veruleg umskipti eða náttúruleg þróun?“ Ráðstefna NFU sem haldin er annað hvert ár mun að þessu sinni verða í Reykjavík dagana 20. og 21. júní nk. Megináherslan verður lögð á norræna módelið, framtíð norræna banka- og tryggingageirans og millilandasamstarf stéttarfélaga.

Á ráðstefnunni verða í boði fyrirlestrar um fjölbreytt efni og ýmsir þekktir aðilar munu fjalla um efni í fjórum málstofum:

·       1. málstofa: Áhrif löggjafar Evrópusambandsins á norræna módelið

·       2. málstofa: Norræna módelið á tímum mikilla breytinga

·       3. málstofa: Framtíð fjármálaráðgjafar

·       4. málstofa: Næstu skref norræna fjárfestingargeirans

Benedikt Jóhannesson (fjármála- og efnahagsráðherra), Phillip Jennings (aðalritari alþjóðlega stéttarfélagsins UNI), Hanne Shapiro (framkvæmdastjóri nýsköpunar í viðskipta- og þjóðfélagsdeild Teknologisk institut í Danmörku), Michael Sörensen (yfirmaður breskra viðskipta hjá Handelsbanken) og Michael Budolfsen (formaður UNI Europa Finance og NFU) eru meðal helstu mælenda á ráðstefnunni.

Þegar dagskrá ráðstefnunnar verður fullbúin mun hún verða aðgengileg á vefsíðu NFU (nordicfinanceinstitutions.org) en hún verður einnig send til allra skráðra ráðstefnugesta.

Search