skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

 SSF óskar eftir fundi vegna breytinga á kjarasamningi

 SSF óskar eftir fundi vegna breytinga á kjarasamningi

Á fimmtudaginn s.l., 21. janúar, skrifuðu ASÍ og SA undir nýjan kjarasamning, sem er breyting á kjarasamningi sem sömu aðilar skrifuðu undir í maí 2015.

Viðræðunefnd SSF á fundi Ríkissáttasemjara.

Viðræðunefnd SSF á fundi Ríkissáttasemjara.

Önnur stéttarfélög og samtök stéttarfélaga á vinnumarkaði (BSRB, KÍ, BHM, SSF, Hjúkrunafr., Skipstjórnarm. o. fl.) skrifuðu ekki undir þennan kjarasamning ASÍ/SA.

Í kjarasamningi SSF er bókun um „Samningsforsendur“, sem byggir á mögulegum breytingum á  kjarasamningum annarra stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði.

Á grundvelli þeirrar bókunar hefur SSF óskað eftir fundi með viðsemjendum (Samtökum fjármálafyrirtækja (SFF)). Framhald kjaraviðræðna og samningur um frið á vinnumarkaði fram til ársloka 2018 er að sjálfsögðu einnig á borði Ríkissáttasemjara.

Nánari fréttir verða birtar þegar mál skýrast og efni er til.

 

Search