skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Staða kjaraviðræðna SSF

Staða kjaraviðræðna SSF

Samninganefndir SSF og SA funduðu í gær í húsakynnum SSF í Nethyl.  Í upphafi fundar var farið yfir það ástand sem upp er komið á íslenskum vinnumarkaði, bæði á almenna markaðnum sem og þeim opinbera. Hvert og eitt stéttarfélag stýrir eigin viðræðum og lítið samræmi er í kjarakröfum, m.a. er ýmist rætt um eins árs eða allt að þriggja ára kjarasamning.

SSF lagði fram kröfugerð í 19 liðum og samningstíma til 30. júní 2016. Flestir liðirnir snúa að launahækkun, þar sem aðal krafan er um prósentuhækkun fyrir alla félagsmenn, en þó ákveðna lágmarks krónutölu þannig að lægra launaðir félagsmenn fái hlutfallslega meira út úr þessum samningi.

SA ítrekaði áhuga samakanna á þriggja ára kjarasamningi með hóflegum hækkunum hvert ár, en jafnframt vilja á að taka sérstakt tillit til þeirra sem lægst hafa launin.

Niðurstaða þessa fundar er sú að boltinn er nú hjá SA og ráðamönnum fjármálafyrirtækjanna. Ekki er búið að dagsetja næsta samningafund, en vonandi líður ekki langur tími þangað til svör viðsemjenda SSF berast.

F.h. samninganefndar SSF

Friðbert Traustason, formaður.

Search