skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Sjálfsbjörg færður sérhannaður hjólastólabíll

Sjálfsbjörg færður sérhannaður hjólastólabíll

Landsbankinn hf. færði í dag Sjálfsbjörg landssambandi hreyfihamlaðra, að gjöf sérhannaða bifreið með hjólastólaaðgengi. Hjólastólabíllinn mun koma sambandinu að góðum notum, en fyrirhugað er að leigja

Ánægðir með nýja bílinn.
Frá vinstri; Ingi Bjarnar Guðmundsson, bankastjóri hjálpartækjabankans, Davíð Þorsteinn Olgeirsson, ráðgjafi Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar, og Bergur Þorri Benjmínsson, formaður Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra.

hann út í nýrri hjálpartækjaleigu Sjálfsbjargar, Hjálpartækjabanka Sjálfsbjargar. Bíllinn er sérstaklega útbúinn með hjólastólaaðgengi og mun því nýtast hreyfihömluðum ferðamönnum, íslenskum sem erlendum. Bergur Þorri Benjamínsson formaður Sjálfsbjargar tók við lyklum að bílnum í dag, fyrir hönd Sjálfsbjargar.

Hjólastólabíllinn sem um ræðir er af gerðinni VPG MV1 og er fyrsti fjöldaframleiddi fólksbíllinn sem er hannaður frá grunni fyrir hjólastóla. Hann getur ýmist flutt einn hjólastól og fimm farþega eða tvo hjólastóla og þrjá farþega.

Nýtist vel í Hjálpartækjabanka Sjálfsbjargar

„Það má segja að þessi gjöf komi á afar heppilegum tíma þegar Sjálfsbjörg er að setja á stofn hjálpartækjaleigu fyrir hreyfihamlað fólk, Hjálpartækjabanka Sjálfsbjargar, og þessi sérútbúna bifreið verður kærkomin viðbót við leigubúnað okkar. Við vitum ekki til þess að áður hafi verið hægt að leigja slíka bifreið hér, en hún mun henta vel til útleigu jafnt til hreyfihamlaðra Íslendinga sem erlendra ferðamanna sem þurfa bifreið sem þessa til að ferðast,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson formaður Sjálfsbjargar.

Search