skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Aukið álag vegna lögboðinna krafna?

Aukið álag vegna lögboðinna krafna?

Á þessu ári standa Norræn samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (NFU) fyrir rannsókn á áhrifum lögboðinna krafna á vinnuumhverfi og velferð starfsmanna í norrænum fjármálafyrirtækjum.

Margir starfsmenn vinna einnig undir álagi vegna stjórnunarhátta.

Starfsmenn í fjármálageiranum hafa þurft að þola síaukið álag. Þar sem fjármálastofnanir eyða stöðugt meiri tíma og peningum í að fylgjast með, innleiða og fylgja nýjum reglugerðum, eykst álagið hjá þeim starfsmönnum sem vinna við sölu og ráðgjöf.

Margir starfsmenn vinna einnig undir álagi vegna stjórnunarhátta, til dæmis frammistöðumælinga. NFU-rannsóknin „Stenst þú matið?” (2016) leiddi í ljós að 42% svarenda fannst frammistöðumat auka rekstrarlegt álag.

Á sama tíma sýndu töluleg gögn að starfsmönnum í norræna fjármálageiranum fer fækkandi en þrátt fyrir það hefur hagnaður norrænna banka og tryggingarfyrirtækja aukist. Færri starfsmenn eiga sem sagt að skila sama, ef ekki betri árangri en áður var, og um leið að takast á við auknar kröfur um skjalfestingu gagna, upplýsingar til neytenda og þekkingu á viðskiptavinum þeirra.

Þess vegna stendur NFU núna fyrir rannsókn til þess að skoða hvaða áhrif lögboðnar kröfur, sem skilgreindar eru sem skjalfesting gagna, upplýsingar til viðskiptavina og „þekktu viðskiptavininn þinn”, hafa á vinnu og velferð starfmanna fjármálafyrirtækja. Fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar verða væntanlega kynntar á NFU-ráðstefnunni í Reykjavík í júní en lokaskýrslan verður gefin út síðar á árinu.

Search