skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

ÞING SSF 2022 – ALLIR KOMUST HEILIR Á SELFOSS!

ÞING SSF 2022 – ALLIR KOMUST HEILIR Á SELFOSS!

Það er ekki laust við að einhverjir hafi upplifað stemminguna frá unglingsárum þegar farið var í skíðaferðalögin með rútu og svo heim í hríðarbyl!!  Í morgun þegar þingfulltrúar voru að hafa sig í að fara af stað, voru okkur allir vegir ófærir í orðsins fyllstu merkingu!   Um kl. 10 opnaðist svo veðurgluggi og ákveðið að fara “krýsuvíkurleiðina” með Suðurstrandarveginum til Selfoss.  Það hafðist þó seint megi segja að bílsjórinn ætti á hættu að fá hraðasekt, og upp úr 12.30 voru ferðalangarnir komnir í hús, heilir á húfi!

Þrátt fyrir tilhliðranir í dagskrá gekk dagurinn ljómandi vel, þótt við hefðum stolist aðeins inn í frítímann.

2 erlendir gestir heimsækja okkur á þingið, þær Carin Hallerström, framkvæmdastjóri NFU og Christina Colclough, stofnandi The Why Not Lab. Þær tóku rútuna með þingfulltrúum og upplifðu rútstemminguna og hafa vonandi haft pínu gaman að þessu “ævintýri”.

Search