skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Nýr starfsmaður SSF

Nýr starfsmaður SSF

Margrét Bragadóttir

Margrét Bragadóttir er nýr starfsmaður á skrifstofu SSF og hefur þegar hafið störf. Margrét mun hafa umsjón með Menntunarsjóði SSF, skipulagi og fræðslustarfi fyrir trúnaðarmenn og bókhald fyrir SSF og sjóði.

Margrét starfaði hjá Arionbanka og forverum hans í tæp 35 ár, m.a. á fyrirtækjasviði, útlánaeftirliti (áhættustjórn), viðskiptaumsjón og í skjalastjórn.

Hún hefur starfað mikið að félagsmálum, bæði hjá stéttarfélaginu og í íþróttahreyfingunni. Margrét var í mörg ár í stjórn SSF (ritari og gjaldkeri), formaður starfsmannafélags Búnaðarbankans og í samninganefnd SSF í 10 ár. Hún þekkir því mjög vel Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja, kjarasamninga og starf trúnaðarmanna.

Stjórn og starfsfólk SSF bjóða Margréti hjartanlega velkomna til starfa hjá SSF.

Search