skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Víðtæk mótmælaverkföll í Finnlandi

Víðtæk mótmælaverkföll í Finnlandi

Systursamtök SSF í Finnlandi, PRO, héldu úti miklum pólitískum verkföllum og mótmælum dagana 1. og 2. febrúar sl. Störf voru lögð niður í mörgum greinum, m.a. í fjármálageiranum.

Verkföll og mótmæli eru andsvar við stefnu og aðgerðir hægri stjórnar í Finnlandi sem tók við stjórnartaumunum um mitt ár í fyrra. Ríkisstjórnin vill gera róttækar breytingar á vinnumarkaði í Finnlandi sem bitna illa á starfsemi verkalýðsfélaga og kjörum launafólks.

Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja á Norðurlöndunum, sem SSF eru aðili að, hafa reynt að styðja finnska félaga okkar með ráðum og dáð í baráttu sinni við finnsku ríkisstjórnina.

Search