skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

SAMTÖK NORRÆNNA STARFSMANNA FJÁRMÁLAFYRIRTÆKJA (NFU) 100 ÁRA

SAMTÖK NORRÆNNA STARFSMANNA FJÁRMÁLAFYRIRTÆKJA (NFU) 100 ÁRA

Samtök norrænna starfsmanna fjármálafyrirtækja (NFU) héldu nýlega upp á 100 ára afmæli sitt í Finnlandi. SSF (áður SÍB) hafa verið aðilar að þessum samtökum í áratugi. Meginhlutverk NFU í dag er að halda utan um samstarf samtaka norrænna starfsmanna á fjármálamarkaði og að verja og tryggja hagsmuni þeirra.

Starfsemin felst að miklu leyti í því að fylgjast með þróun laga og reglna á evrópskum fjármálamarkaði og að reyna að hafa áhrif á löggjöf og reglusetningu innan ESB á því sviði. Norræn stéttarfélög starfsmanna á fjármálamörkuðum vinna því mjög þétt saman innan NFU að þessum markmiðum sem ekki veitir af þar sem reglusetning ESB á þessu sviði hefur áhrif innan allra ríkja innan EES.


Sjö samtök starfsfólks í tryggingum og fjármálastarfsemi eiga aðild að NFU og er heildarfjöldi félagsmanna um 150 þúsund. SSF sendi 6 fulltrúa á afmælishátíðina, þar á meðal formann og varaformenn samtakanna.

Search