skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

LAUNAKÖNNUN SSF – ÞITT SVAR SKIPTIR MÁLI!

LAUNAKÖNNUN SSF – ÞITT SVAR SKIPTIR MÁLI!

Nú er launakönnun SSF farin af stað og ættu allir að vera búnir að fá umslag með lykilorði.  Ef ekki, þá er um að gera að hafa samband við trúnaðarmann eða skrifstofu SSF ([email protected]). Erum líka við símann 540-6100 ef spurningar vakna.  Það er alltaf spennandi þegar þessi könnun fer af stað og eftirvænting mikil að rýna í niðurstöður að henni lokinni, en könnunin er framkvæmd af Gallup og stendur til og með 10. nóvember.

Það eru alltaf einhverjir sem vinna heima. Því langar okkur að biðja ykkur sem vinnið þeim næst að gefa þeim hnipp, og benda þeim á að kíkja á vinnustaðinn fyrir 10 nóvember, sækja umslag og taka þátt.

Nú eruð þið að detta inn í helgina, og því gráupplagt að draga fram umslagið, og svara könnuninni í rólegheitum😊  Ekki gleyma að geyma blaðið með lykilorðinu, það er happdrættisnúmer.

Minnum á að góð þátttaka er grundvöllur þess að fá sem gleggstar upplýsingar, og hvetjum ykkur því öll til að svara.  Fátt betra inn í kjarasamningsviðræður en vel heppnuð launakönnun með gagnlegum upplýsingum um stöðuna.

Search