skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

GÓÐ STAÐA FYRIRTÆKJA Á FJÁRMÁLAMARKAÐI

GÓÐ STAÐA FYRIRTÆKJA Á FJÁRMÁLAMARKAÐI

Í umræðum um efnahagsmál á síðustu mánuðum hefur tónninn verið sá að atvinnurekstur á Íslandi standi frekar illa. Auðvitað valda bæði háir vextir og verðbólga vandamálum fyrir heimili og fyrirtæki, en að staða fyrirtækja sé sérstaklega erfið passar ekki vel við staðreyndir.

Nú fara uppgjör fyrirtækja fyrir árið 2023 að birtast hvert af öðru. Í gær var uppgör Landsbankans birt og sýndi nálægt tvöföldun á hagnaði miðað við árið 2022, hagnaður bankans fór úr 17 mö.kr. í 33,2 ma.kr. Áætlaðar arðgreiðslur fara líka nálægt því að að tvöfaldast, úr 8,5 mö.kr. 2022 upp í 16,5 ma. í fyrra.

Arðsemi eigin fjár bankas batnaði verulega, fór úr 6,3% á árinu 2022 upp í 11,6% 2023, sem er 84% bæting á arðsemishlutfalli.

Það verður athyglisvert að sjá uppgjör Íslandsbanka og Arion og munu niðurstöður þeirra væntanlega vera nokkuð álíka og gerðist hjá Landsbankanum.

Það virðist því ljóst að afkoma stóru fyrirtækjanna á fjármálamarkaði var einstaklega góð á árinu 2023. Nú í morgun komu svo fréttir um mikil umskipti í afkomu Icelandair þar sem hagnaður í fyrra nam 1,5 mö.kr. miðað við 0,8 ma.kr. tap árið áður.

Uppgjör stærstu fyrirtækja landsins fyrir árið 2023 munu að öllum líkindum sýna að atvinnulífið stendur í miklum blóma og því á allt bölmóðstal um erfiða stöðu ekki við nein rök að styðjast.

Search