Sjóðir SSF
Stjórnir sjóðanna vekja athygli á því að þegar sótt er um styrk í sjóðina, þarf að skila rafrænu umsóknarblaði í gegnum Mínar síður SSF. Öll fylgigögn, reikningar, staðfesting á námi og annað það sem kveðið er á um í úthlutunareglum sjóðanna skal skanna og tengja við umsókn.
Réttur í sjóðina miðast við það tímabil sem viðkomandi greiðir félagsgjald til SSF og þarf sú þjónusta sem sótt er um endurgreiðslu vegna að hafa verið veitt á því tímabili. Hætti félagsmaður störfum hjá fjármálafyrirtæki eftir að hafa greitt félagsgjald samfellt í að minnsta kosti 6 mánuði á viðkomandi fullan rétt á almennum styrkjum úr Styrktar- og Menntunarsjóði í 6 mánuði eftir að síðustu félagsgjöld berast félaginu frá launagreiðanda. Sér reglur gilda um Menntunarsjóðinn ef félagsmaður lendir í viðvarandi atvinnuleysi, en lesa má nánar um þær í úthlutunarreglum sjóðsins.
