Beint í efni

Orlof

Orlofsdagar og ávinnsla

Lágmarksorlof er 25 vinnudagar. Starfsfólk, sem hefur unnið hluta af fullu starfi eða hluta úr ári, skal fá orlof í tvo vinnudaga fyrir hvern unninn mánuð. Þau sem starfað hafa í 5 ár í greininni innan samningssviðs SSF fá leyfi í 27 daga og þau sem hafa starfað í 8 ár fá 30 daga.

Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2025 verður lágmarksorlof 25 vinnudagar. Starfsfólk skal fá orlofsdaga í samræmi við starfshlutfall á orlofsárinu. Þau sem starfað hafa 4 ár í greininni fá leyfi í 27 daga og þau sem hafa starfað í 8 ár fá 30 daga.

Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2026 fá þau sem hafa unnið 4 ár í greininni leyfi í 28 daga.

Starfsfólk sem öðlast hefur lengri orlofsrétt hjá öðrum vinnuveitanda en fjármálafyrirtæki fær hann að nýju eftir þriggja ára starf.

Starfsfólk sem nýtur betri réttar heldur óskertu orlofi.

Á orlofsárinu sem hófst 1. maí 2024 skal starfsfólk fá 10,17% orlofsfé á yfirvinnu og álagsgreiðslur. Við 4 ára starfsaldur skal það fá 11,59% og 13,04% við 8 ára starfsaldur.

Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2025 skal starfsfólk fá 10,64% orlofsfé á yfirvinnu og álagsgreiðslur. Við 4 ára starfsaldur skal það fá 11,59% og 13,04% við 8 ára starfsaldur.

Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2026 skal starfsfólk fá 10,64% orlofsfé á yfirvinnu og álagsgreiðslur. Við 4 ára starfsaldur skal það fá 12,07% og 13,04% við 8 ára starfsaldur.

Veikindi í orlofi

Veikist starfsfólk í orlofi telst sá tími sem veikindum nemur ekki til orlofs, enda sanni viðkomandi veikindi sín með læknisvottorði.

Efnisval

  • Orlofsdagar og ávinnsla
  • Veikindi í orlofi