Ráðningar
Ráðningarsamningur
Skv. 12. gr. kjarasamnings skal það vera aðalregla að nýir starfsmenn séu ráðnir til reynslu í sex mánuði og er heimilt að stytta þann reynslutíma. Strax að loknum reynslutíma skal tekin ákvörðun um fastráðningu. Við fastráðningu skal gera skriflegan ráðningarsamning.
Fastlaunasamningur
Fastlaunasamningur er samningur um föst heildarlaun starfsmanns vegna allra starfa í þágu fyrirtækisins, þar með talið yfirvinnu. Samið er um væntanlegt vinnuframlag að baki fastlaunasamningum við ráðningu, sem getur verið mismunandi eftir þeim verkefnum sem fylgja starfi, en tekið er þar tillit til álagspunkta í starfseminni, hvort sem þeir eru mánaðarlegir, árstíðabundnir, árlegir eða með öðrum hætti. Verði á hinn bóginn ófyrirséð, tilfallandi og tímabundið vinnuálag verulega umfram það sem eðlilegt má gera ráð fyrir getur starfsmaður óskað eftir að kjör fyrir það tímabil verði skoðuð.
Efnisval
- Ráðningarsamningur
- Fastlaunasamningur